fbpx
Fimmtudagur 28.september 2023
Eyjan

Mál Kristjáns og Endurmenntunar komið inn á Alþingi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 8. júní 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, hefur lagt fram fyrirspurn til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem tengist málefnum Kristjáns Hreinssonar, en Endurmenntun rifti snögglega samstarfi við hann vegna umdeilds pistils sem hann skrifaði um trans-málefni.

Sjá einnig: Kristján kominn með harðskeyttan lögmann í stríðinu við Endurmenntun HÍ – Svona var atburðarásin þegar hann var rekinn

Sigurjón óskar eftir skriflegu svari ráðherra við fyrirspurn sinni en hann spyr hvort stjórnendum Háskóla Íslands sé heimilt að segja upp starfsmönnum vegna tjáningar persónulegra skoðana þeirra.

Fyrirspurnin er í fjórum liðum og er orðrétt eftirfarandi:

     1.      Er stjórnendum Háskóla Íslands heimilt að segja upp starfsmönnum eða rifta verktakasamningum við leiðbeinendur vegna tjáningar persónulegra skoðana þeirra?
     2.      Hefur starfsmönnum eða leiðbeinendum í verktöku við Háskóla Íslands eða Endurmenntun Háskóla Íslands verið sagt upp vegna tjáningar persónulegra skoðana sinna?
     3.      Taka stjórnendur Háskóla Íslands eða Endurmenntunar Háskóla Íslands tillit til skoðana eða persónulegra skrifa starfsmanna og verktaka þegar teknar eru ákvarðanir um ráðningu þeirra, endurráðningu eða uppsögn?
     4.      Hvaða skoðanir eða tjáning þeirra geta haft áhrif á ráðningu eða samningssamband starfsmanna og verktaka við Háskóla Íslands eða Endurmenntun Háskóla Íslands?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Færum Borgarbókasafnið í Safnahúsið

Björn Jón skrifar: Færum Borgarbókasafnið í Safnahúsið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðjónsson: Íbúðalánasjóður notaði ekki þær leiðir sem færar voru til áhættustýringar og því fór sem fór

Óttar Guðjónsson: Íbúðalánasjóður notaði ekki þær leiðir sem færar voru til áhættustýringar og því fór sem fór
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur fær nóg og skiptir um skoðun – „Ekki einni einustu þjóð hefur dottið til hugar að koma svona fram við þegna sína“

Vilhjálmur fær nóg og skiptir um skoðun – „Ekki einni einustu þjóð hefur dottið til hugar að koma svona fram við þegna sína“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hvatningarsjóður Kviku úthlutar styrkjum

Hvatningarsjóður Kviku úthlutar styrkjum