fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Fjármálastöðugleikanefnd vill að lánveitendur geri ráðstafanir vegna þyngri greiðslubyrði lántakenda

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 7. júní 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun gaf fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands út yfirlýsingu. Helsta niðurstaða nefndarinnar er að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum á sama tíma og peningalegt aðhald hafi aukist. Segir nefndin t.d. að vanskil útlána séu enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð.

Nefndin segir að skörp hækkun fasteignaverðs og neikvæðir raunvextir hafi skilað hraðri eiginfjármyndun, sérstaklega hjá þeim sem hafi fjármagnað fasteigna­kaup með nafnvaxtalánum. Setning lánþegaskilyrða, bæði hámark veðsetningar- og greiðslubyrðarhlutfalls, hafi dregið úr hættunni á því að hröð eiginfjármyndun hafi skapað forsendur fyrir óhóflegri skuldsetningu. Það sjáist m.a. á því að skulda­hlutfall heimila hafi haldist stöðugt í 150% af ráðstöfunartekjum þeirra. Sterk eiginfjárstaða heimila skapi viðnámsþrótt til að mæta versnandi fjármálaskilyrðum.

Staða þeirra sem hafa tekið lán með breytilegum vöxtum er hins vegar fjármálastöðugleikanefnd sérstakt áhyggjuefni. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir:

„Verðbólga og skörp hækkun vaxta leiðir þó til þyngri greiðslubyrði þeirra sem hafa tekið lán með breytilegum nafnvöxtum. Þá mun vaxtafesta margra lántaka brátt renna sitt skeið og hækkandi raunvextir þyngja greiðslubyrði.“

Lýsir nefndin því yfir að mikilvægt sé að lánveitendur geri ráðstafanir vegna vanda þessa hóps:

„Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfið­leika. Þar sem þörf krefur ber að skoða að lengja lánstíma, taka upp jafngreiðsluskilmála, setja þak á greidda nafnvexti og líta til ólíkra lánaforma sem bjóða upp á mismunandi greiðslubyrði. Rúm eiginfjár­staða margra lántaka ætti að gefa töluvert svigrúm til að tryggja að greiðslubyrði haldist í takti við viðmið lánþegaskilyrða sem nefndin hefur sett.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus