fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

„Ég kvíði því að skoða pósthólfið mitt hvern einasta dag“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 7. júní 2023 22:00

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldhúsdagsumræður eiga sér nú stað á Alþingi, en fyrir þá sem ekki þekkja hugtakið þá vísar það til almennra stjórnmálaumræðna sem fara fram í lok hvers þings. Orðið eldhúsdagur hefur fleiri en eina merkingu, það getur vísað til annadags í eldhúsi – eða með öðrum orðum dag þar sem mikið er um að vera. Svo var hér áður talað um að halda sér eldhúsdag þegar fólk gerði sér glaðan dag. Eins átti fólk til að taka sér, eða gera sér eldhúsdag – en þá vísaði orðið til þess að hreinlega taka til í eldhúsinu og ganga frá hlutum sem dregist hafði að koma fyrir. Það er þessi seinasta merking sem eldhúsdagsumræður Alþingis sækja nafn sitt – þeir fara yfir það sem gera þarf eða fjalla um málefni sem þeir meta sem svo að hafa orðið útundan á liðnu þingi.

Inga Sæland, formaður Fólks flokksins, gerði stöðu fátækra að umfjöllunarefni í sinni ræðu, en hún sagði að hjálparköllin úr samfélaginu hafi ekki verið jafn skerandi og nú, síðan hún tók sæti á Alþingi. Margir séu haldnir vonleysi og finni fyrir sorg, og ríkisstjórnin sem eigi að gæta hagsmuna almennings hafi „stingið fingrunum í eyrun og kosið að túlka neyðarópin sem gleðióp þeirra sem hafa það að meðaltali alveg rosalega gott“.

Ég get ekki meir

Ráðamenn keppist við að telja fátæku fólki á Íslandi um að þau hafi það í raun ekki slæmt, heldur verulega gott, enda búi þau í landi tækifæranna.

„Þvílík hræsni. Ég kvíði því að skoða pósthólfið mitt hvern einasta dag þar sem tugir bréfa bíða mín frá fátæku fólki í neyð. Póstur eins og: Nú er 1. júní og ég á bara 2.000 kr. til að lifa af út mánuðinn og ég er einungis búinn að greiða húsaleiguna mína. Eða: Ég get ekki meir, ég er bugaður maður. Eða: Ég á ekki fyrir mat handa börnunum mínum. Ef það væri ekki fyrir hjálparstofnanir og ölmusu sem ég þigg annars staðar frá þá myndum við svelta hér heilu hungri í landi tækifæranna.

Svona er Ísland í dag. Svona er lífið í landi tækifæranna þar sem ráðamenn sitja í fílabeinsturni og strá af og til örlítilli mylsnu niður af allsnægtaborði sínu yfir hópinn sem drukknandi hrópar á hjálp, mylsnu þeim til handa sem mest og langmest þurfa á aðstoð þeirra að halda.“

Hjálpa þeim upp sem finnast þeir vera að drukkna

Ekkert bóli á raunverulegum aðgerðum gegn verðbólgunni í baráttunni gegn fátækt. Fátæk barna hafi aukist mikið á síðustu sex árum. Flokkur fólksins hafi ítrekað talað fyrir raunverulegum aðgerðum og laft fram frumvörp og beðið ráðamenn að hætta að skattleggja fátækt og beðið um að bremsa verði sett á leiguverð.

Flokkurinn hafi beðið um að húsnæðisliðurinn sé tekinn úr vísitölunni. En allt til einskis.

„Ég veit ekki, virðulegi forseti, í hvers lags leikriti ég er að taka þátt í en það er eins og allir leikararnir séu enn þá inni í sminkherbergi að sminka sig áður en þeir ganga á sviðið því það er ekkert að frétta, ekki neitt.“

Kallaði Inga eftir því að ríkisstjórnin vaki og hjálpi þeim sem eru að kalla á hjálp því þeir séu hreinlega að drukkna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt