fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Jakob Frímann tengir andlega vanheilsu Íslendinga við sveiflur í efnahagslífinu

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 6. júní 2023 16:30

Jakob Frímann Magnússon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Frímann Magnússon, alþingismaður Flokks fólksins, tók til máls á Alþingi fyrr í dag undir dagskrárliðnum störf þingsins.

play-sharp-fill

Ræða Jakobs Frímanns

Hann sagði að þegar rætt væri um núverandi ástand efnahagsmála leiddi fólk almennt hjá sér að ræða sjálfan grunn íslensks efnahagslífs. Grunn sem Íslendingar hefðu búið við nánast frá stofnun lýðveldisins og þann ólgusjó sem þar hefði ráðið ríkjum:

„Ófyrirsjáanleikinn stöðugur. Eitt í dag annað á morgun.“

Jakob Frímann segir þörf á að grandskoða íslenskt efnahagskerfi eins og það leggur sig.

Hann vísaði í grein sem hann skrifaði og birt var á Vísi. Í greininni spyr Jakob Frímann hvað ami eiginlega að íslensku þjóðinni. Hann segir tugþúsundir landsmanna glíma við geðræn veikindi og þeim fari fjölgandi frá ári til árs. Íslendingar eigi heimsmet í neyslu geðlyfja og heilbrigðiskerfið nái ekki utan um vandann nema að litlu leyti.

Í greininni leiðir Jakob Frímann að því líkum að óstöðugleiki íslensks efnahagslífs eigi mikinn þátt í að svo sé komið fyrir andlegri heilsu landsmanna:

„Kann það að vera sú rótgróna og viðvarandi spenna sem einkennt hefur líf venjulegs fólks undanfarna hálfa öld og tengja mætti öldugangi og ófyrirsjáanleika íslensks efnahagslífs? Óttinn við að ná ekki endum saman um næstu mánaðamót? Að þurfa að horfast í augu við tóman ísskáp? Að ráða ekki við snarhækkaðar afborganir lána?“

„Gæti hér verið að finna rót þeirrar streitu sem smám saman leiðir til heilsubrests, óbærilegs ástands sem einungis rótsterk og rándýr lyf megna að sefa tímabundið?“

Vill grundvallarendurskoðun á efnahagslífinu

Í ræðu sinni á Alþingi endurtók Jakob Frímann það að hann leyfði sér að setja ástand geðheilsu landsmanna í samhengi við óstöðugleika efnahagslífsins. Jakob Frímann sagði að engin ein ákveðin lausn væri á þessum óstöðugleika og segist hann telja nauðsynlegt að endurskoða íslenskt efnahagslíf frá grunni:

„Það þarf að setja það á dagskrá eitt og sér að við getum ekki boðið börnum okkar og framtíðarkynslóðum upp á það ástand sem við höfum látið bjóða okkur. Þetta er engum einum að kenna. Þetta er geðleysi okkar sjálfra að kenna að þora ekki að takast á við þetta, að horfast í augu við þetta.“

Jakob Frímann segir næsta skref að koma saman og hefja þessa nauðsynlegu endurskoðun:

„Ég vil að við höldum ráðstefnu um íslenskt efnahagslíf til frambúðar á komandi þingi og ræða það með atfylgi bestu manna og kvenna.“

Hann bar saman vexti á húsnæðislánum hér á landi og í Danmörku. Þar í landi væri hægt að fá íbúðalán á 1 prósent vöxtum en hann sagðist hafa flett upp vöxtum á íbúðalánum hér á landi sem væru tæp 10 prósent:

„Þetta er ávísun á vanlíðan. Þetta er ávísun á aukið heilbrigðisvandamál á Íslandi.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2
Hide picture