fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Segir umræðuna um bókun 35 vera á villigötum – „ESB er langt í frá eitthvert illt heimsveldi“

Eyjan
Laugardaginn 3. júní 2023 16:30

Ólafur Arnarsson - Mynd/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Oft gleymist í umræðunni hér á landi að ESB er langt í frá eitthvert illt heimsveldi sem kúgar aðildarþjóðir sínar til hlýðni. Allar aðildarþjóðir ESB eru þar að eigin ósk. Þær geta líka yfirgefið sambandið eins og dæmin sýna,“ segir Ólafur Arnarsson, umsjónarmaður Eyjunnar, í ítarlegum pistli.

Tilefni pistilsins er hin svokallaða bókun 35 um lögfestingu reglna EES-samningsins. Nokkrir þingmenn hafa viðrað efasemdir um að bókunin standist stjórnarskrá og telja jafnframt að hún feli í sér fullveldisafsal. Þetta telur Ólafur vera alrangt. Hann skrifar:

„Af málflutningi þingmanna Miðflokksins, Bjarna Jónssonar formanns utanríkismálanefndar og þó ekki síst Arnars Þórs Jónssonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins í Kraganum og fyrrverandi héraðsdómara, mætti ætla að innleiðing bókunar 35 samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi utanríkisráðherra feli í sér fullveldisafsal og brot á stjórnarskrá íslenska lýðveldisins þar sem í henni felist afsal íslensks löggjafarvalds til ESB.

En er þetta svo?

Bókun 35 við EES samninginn er svohljóðandi:

Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum.“

Þetta er nokkurn veginn eins skýrt og það getur verið. Hér er kveðið á um að EFTA ríkin skuldbinda sig til að tryggja í lögum að EES-reglur sem komnar eru til framkvæmda gildi ef ákvæði þeirra og annarra gildandi lagi stangast á.

Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa hugfast að einu EES-reglurnar sem komnar eru til framkvæmda á Íslandi eru EES-reglur sem Alþingi Íslendinga hefur samþykkt sem íslensk lög. Hér er því ekki um framsal löggjafarvalds að ræða.“

Segir bókunina mikilvæga

Ólafur segir bókun 35 vera mikilvæga til að tryggja gagnkvæm réttindi borgara á EES-svæðinu. „Til þess að hægt sé að tryggja þessi gagnkvæmu réttindi innan EES er nauðsynlegt að sömu lög og reglur gildi innan alls svæðisins. Ekki nóg með það, heldur er jafnframt nauðsynlegt að þessar reglur séu innleiddar á sambærilegan hátt og túlkaðar með sama hætti alls staðar,“ segir hann.

Hann leiðir rök að því að með EES-samningnum og bókun 35 sé löggjafarvald með engum hætti framselt til stofnana EES og skuldbindingin sem þetta felur í sér sé ekki viðtækari en felst í öðrum þjóðréttarsamningum.

Sjá pistil Ólafs

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun