fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Villa í ársreikningi Reykjavíkurborgar

Eyjan
Föstudaginn 5. maí 2023 13:08

Dagur B Eggertsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Villa var gerð í ársreikningi Reykjavíkurborgar sem birtur var í vikunni en brugðist var við því með því að birta uppfærða útgáfu nú fyrir stundu. Villan hafði þær afleiðingar að rekstrarstaða borgarinnar versnaði nokkuð en samkvæmt nýju útgáfunni var veltufé frá rekstri borgarsjóðs ekki jákvætt um 424 milljónir króna, heldur neikvætt um 2.049 milljónir króna. Munar þar tæplega 2,5 milljörðum króna. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.

„Við endurskoðun reyndust verðbætur í sjóðstreymi oftaldar um 2.492 m.kr. og lántaka vantalin um sömu fjárhæð. Er hér um áfallnar verðbætur á verðtryggð skuldabréf á útgáfudegi að ræða sem lagðar voru við verðbætur í sjóðstreymi í stað færslu á ný lán. Leiðréttingin hefur áhrif á niðurstöðu veltufjár frá rekstri og fjármögnunarhreyfingar í sjóðstreymi. Áhrif á rekstrar- og efnahagsreikning eru engin,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna málsins.

Hávær umræða hefur verið um erfiða fjárhagsstöðu borgarinnar undanfarið. Þannig hefur verið greint frá því að Reykjavíkurborg hafi tvívegis á stuttum tíma hætt við fyrirhugað skuldabréfaútboð. Hafa gagnrýnendur haldið því fram að ástæðan sé sú að lítil eftirspurn hafi verið eftir slíkri útgáfu hjá fjárfestum en því hefur Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, staðfestlega vísað á bug og sagt að ástæðan sé sú að markaðsaðstæður séu óheppilegar og að Reykjavíkurborg geti vel beðið eftir því að skilyrði verði hagstæðari.

Í umfjöllun Viðskiptablaðsins kemur fram að áðurnefnd villa geti haft  minnkað enn áhuga fjárfesta á að kaupa skuldabréf af borginni. Þá geti það líka valdið því að bankar fari sér hægar í að veita borgarsjóði fyrirgreiðslu, auk þess sem kjörin ættu undir venjulegum kringumstæðum að versna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt