fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Mikil ásókn í læknadeild – 238 keppa um 60 sæti

Eyjan
Miðvikudaginn 31. maí 2023 15:38

Margir vilja hefja nám við Læknadeild Háskóla Íslands í haust.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls hafa 302 manns hafa skráð sig í árlegt inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði við Læknadeild Háskóla Íslands sem fram fer 8. og 9. júní á háskólasvæðinu. Umsækjendur um nám í tannlækningum þreyta nú í fyrsta sinn inntökuprófið en þar sækjast 41 eftir inngöngu. Samanlagður fjöldi sem þreytir inntökuprófið er því 343.

Samtals taka 238 inntökupróf í læknisfræði og 64 í sjúkraþjálfunarfræði. Fjöldi þeirra sem veitt er innganga í læknisfræði og sjúkraþjálfun miðast við afkastagetu sjúkrahúsanna við verklega þjálfun nemenda. Í læknisfræði verða teknir inn 60 nemendur og 35 nemendur í sjúkraþjálfunarfræði.

Í framhaldi af samþykkt háskólaráðs fyrr á þessu ári þreyta nú umsækjendur um nám í tannlækningum í fyrsta sinn sama inntökupróf og þau sem sækja um nám í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði. Allt að 40 nemendum verður boðið að hefja nám í tannlækningum í haust. Í desember fara svo fram samkeppnispróf eins og áður og 8 nemendum verður boðið að hefja nám á vorönn.

Athygli vekur að í tannlækningum þreyta 41 inntökupróf og allt að 40 verður gefinn kostur á að hefja nám í haust. Samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands er það þó ekki svo að hleypa eigi inn öllum nema einum. Umsækjendur um nám í tannlækningum hafa verið mun fleiri undanfarin ár og var það ástæða þess að háskólaráð samþykkti að láta umsækjendur þreyta inntökupróf læknadeildar.

Óvíst er að 40 manns verði boðið að hefja nám við Tannlæknadeild þar sem ná þarf tiltekinni lágmarkseinkunn í tilteknum prófhlutum til að standast prófið.

Inntökuprófið fer fram í nokkrum byggingum Háskólans og þreyta allir þátttakendur prófið í prófakerfinu Inspera og geta ýmist nýtt eigin tölvur eða tölvur sem Háskóli Íslands lánar þeim til próftöku. Þetta er í annað sinn sem slíkt fyrirkomulag er viðhaft. Inntökuprófið tekur tvo daga líkt og áður og í því eru sex tveggja tíma próflotur.

Þess má geta að þau sem fara í prófið en fá ekki inngöngu geta skráð sig í aðrar deildir Háskóla Íslands eftir að niðurstöður hafa verið birtar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega