fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Þorsteinn hjólar í verkaslýðshreyfinguna og segir hana bera ábyrgð á vaxtahækkunum

Eyjan
Fimmtudaginn 25. maí 2023 15:45

Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Víglundsson, forstjóri og fyrrverandi félagsmálaráðherra, segir stefnu verkalýðshreyfingarinnar hér á landi valda vaxtahækkunum. Í aðsendri grein á Vísir.is segir Þorsteinn:

„Viðbrögð við mikilli vaxtahækkun Seðlabankans í gær voru æði kunnugleg. Forysta verkalýðshreyfingarinnar sakaði bankann um að rústa íslenskum heimilum og sagði komandi kjarasamninga í algjöru uppnámi. Þar er um endurtekið efni að ræða frá þeim 12 vaxtahækkunum Seðlabanka sem á undan hafa komið. Meginvextir bankans eru nú 8,75% og hafa ekki verið hærri í rúman áratug. Áhrif þessara vaxtahækkana eru miklar fyrir einstaklinga og fyrirtæki, ekki hvað síst fyrir ungt fólk með há húsnæðislán sem tekin voru við umtalsvert lægra vaxtastig. Vandi þeirra er hins vegar ekki á ábyrgð Seðlabankans heldur einmitt þeirra sömu og hæst láta nú í umræðunni, þ.e. forystu íslenskrar verkalýðshreyfingar.“

Þorsteinn bendir á að raunlaun hér á landi hafi hækkað um 8% síðustu fjögur ár. Á sama tíma hafi raunlaun á hinum Norðurlöndunum aðeins hækkað lítillega. Þar hafi þó framleiðni aukist á meðan hún hafi staðið í stað hér. Þorsteinn segir:

„Þar liggur einmitt kjarni vanda okkar. Launahækkanir umfram framleiðnivöxt þýða einfaldlega verðbólgu. Þær miklu launahækkanir sem hér hafa orðið síðustu fjögur ár skýra því þann verðbólguvanda sem við erum að glíma við að stærstum hluta. Seðlabankinn hefur ítrekað bent á áhrif mikilla launahækkana hér á landi á verðbólgu og vaxtastig en talað þar fyrir daufum eyrum.“

Þorsteinn segir að launahækkanir umfram framleiðniaukningu leiði til verðbólgu en forysta verkalýðshreyfingarinnar neiti að horfast í augu við þetta. Þorsteinn er harðorður í garð hreyfingarinnar og skefur ekki utan af því:

„Síendurtekin afneitun nýrrar forystu íslenskrar verkalýðshreyfingar á þessum einföldu staðreyndum sýnir einfaldlega vanhæfni hennar til þeirra starfa sem þau hafa boðið sig fram til. Hvergi annars staðar á Norðurlöndunum sjáum við verkalýðsforystuna haga sér með jafn óábyrgum hætti.“

Þorsteinn segir fjölmiðla auk þess vera meðvirka með hreyfingunni og í fjölmiðlum hafi forystufólk verkalýðsheyfingarinnar fengið að halda því gagnrýnislaust fram að launahækkanir leiði ekki til verðbólgu. Þorsteinn segir í lok greinar sinnar:

„Það er svo sannarlega ástæða til að hafa ríka samúð með hinum efnaminni sem verða harðast úti í mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi. Sá veruleiki er hins vegar fyrst og fremst á ábyrgð séríslenskra vinnubragða forystu verkalýðshreyfingarinnar. Það er löngu tímabært að spyrja hvers vegna þau eru andsnúin öllum tilraunum til að breyta þessari vitleysu.“

Sjá nánar á Vísir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt