fbpx
Laugardagur 03.júní 2023
Eyjan

Eigendur Hlöllabáta keyptu veitingakeðjuna Mandí

Eyjan
Fimmtudaginn 25. maí 2023 12:12

Jón Friðrik Þorgrímsson, framkvæmdarstjóri Veitingafélagsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok sumars 2022 lauk Veitingafélagið ehf. yfirtöku á rekstri veitingakeðjunnar Mandí. Mandí býður upp á mið-austurlenskan mat á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu; í Hæðasmára 6, Faxafeni 9 og Veltusundi 3b auk þess að reka öfluga veisluþjónustu. Veitingafélagið ehf, sem er í eigu Óla Vals Steindórssonar, á og rekur í dag níu skyndibita- og veitingahús; undir merkjum Hlöllabáta á Bíldshöfða, Bústaðavegi, Smáralind og í hraðhöll Orkunnar Hagasmára 9; Burgeis í hraðhöll Orkunnar Hagasmára 9, þá er Bankinn Bistro (áður Barion Mosó) í Mosfellsbæ og Mandi Faxafeni, Hæðarsmára og Veltusundi.

„Á því ári sem við höfum verið við stjórnvölinn höfum við öðlast mikla trú á Mandi og sérstöðu þess á skyndibitamarkaði og aðlagað reksturinn við aðra staði sem við rekum. Við höfum þróað spennandi vörulínu undir merkjum Mandi sem fljótlega fer í sölu. Einnig höfum við sett upp veitingavagn sem hægt er að panta í veislur líkt og við höfum verið að bjóða uppá með Hlöllavagninn með góðum árangri,“ er haft eftir Jóni Friðriki Þorgrímssyni, framkvæmdastjóra Veitingafélagsins ehf. í fréttatilkynningu.

Segir Jón Friðrik að uppgangur félagsins hafi verið mikill síðastliðið árið en félagið hafi farið úr því að eiga og reka tvö vörumerki á fjórum stöðum í fjögur vörumerki á níu stöðum.

„Það eru spennandi tímar framundan þar sem við erum hvergi nærri hætt,“ segir Jón Friðrik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aðalsteinn kveður sáttur með útsaumi – „Anda inn…anda út“

Aðalsteinn kveður sáttur með útsaumi – „Anda inn…anda út“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aðalsteinn vill ekki lengur vera ríkissáttasemjari og lætur af embætti á morgun

Aðalsteinn vill ekki lengur vera ríkissáttasemjari og lætur af embætti á morgun
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brimborg og e1 í samstarf um hraðhleðslunet fyrir alla rafbílanotendur

Brimborg og e1 í samstarf um hraðhleðslunet fyrir alla rafbílanotendur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll birtir nokkuð sláandi tölur um hækkun óverðtryggðra lána og vöruverðs – Sendir Bjarna sneið

Jóhann Páll birtir nokkuð sláandi tölur um hækkun óverðtryggðra lána og vöruverðs – Sendir Bjarna sneið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefán svarar Þorsteini fullum hálsi – „Hrokafullur og algerlega á skjön við staðreyndir”

Stefán svarar Þorsteini fullum hálsi – „Hrokafullur og algerlega á skjön við staðreyndir”
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur ætlar að bíða með fagnaðarlætin – „Margoft búið að lofa þessu og ekkert gerist“

Vilhjálmur ætlar að bíða með fagnaðarlætin – „Margoft búið að lofa þessu og ekkert gerist“