fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Bjarni segir stöðu heimilanna ekki jafn svarta og ætla mætti

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. maí 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag fór fram óundirbúinn fyrirspurnatími á Alþingi. Þingmenn beindu spurningum m.a. um verðbólgu og væntanlegar vaxtahækkarnir Seðlabanka Íslands til fjármálaráðherra og forsætisráðherra og hvort að ríkisstjórnin hyggðist grípa til frekari aðgerða til að verja heimilin í landinu fyrir áhrifum þessara fyrirbirgða.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, beindi þeim orðum að Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, að ríkisstjórnin treysti sér ekki til að eiga þau erfiðu samtöl sem þurfi til að taka ákvarðanir í svo stórum málum:

„Það eru hins vegar aðrir aðilar í samfélaginu í dag sem þurfa að taka erfið samtöl. Meðal annars þau sem hafa tekið lán, verðtryggð sem óverðtryggð, hér á síðustu misserum sem fóru í að taka þessi lán meðal annars út af kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins sem sagði „Ísland er lágvaxtaland“.

Þorgerður sagði þessa einstaklinga þurfa að taka erfið samtöl við eldhúsborðið heima um hvernig ætti að brúa bilið því það komi ekkert frá ríkisstjórninni sem taki engar ákvarðanir í mikilvægum málum.

Bjarni svaraði því til að hann hefði ekki haldið aftur af sér við að benda á staðreyndir um hvernig efnahagsleg þróun hefur verið í landinu:

„Ég geri mér fulla grein fyrir því að hækkandi vextir eru ekkert gamanmál.“

Bjarni tók fram að þessar hækkanir væru þó ekki til komnar vegna kreppu eins og sumir vildu meina heldur væri þensla í þjóðfélaginu. Það væri fullt atvinnustig. Kaupmáttur væri hár hér á landi og hærri en víða annars staðar. Kaupmáttur lægstu launa væri líka hár hér á landi. Þessu væri þó ógnað af verðbólgu. Þegar kæmi að húsnæðislánum væri ástæða til að hafa áhyggjur af þeim sem hafi orðið fyrir mikilli aukningu á greiðslubyrði. Hann bætti þó við:

„Við getum samt ekki horft framhjá því á sama tíma að þrátt fyrir allt hafa verið hér neikvæðir raunvextir, eignaverð hefur verið að hækka og lánin hafa borið neikvæða raunvexti sem er merkileg staðreynd. Þannig þegar reikningur heimilisins er gerður upp í heild sinni þá er staðan ekki jafn svört og ætla mætti af umræðunni.“

Hér að neðan má sjá myndbönd af orðaskiptum Þorgerðar og Bjarna:

video
play-sharp-fill
 
video
play-sharp-fill

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hide picture