fbpx
Laugardagur 03.júní 2023
Eyjan

Grófari gaslýsing varla til að mati Ásthildar – „Rörsýn á einstefnu sem leiða mun til glötunar“ 

Eyjan
Laugardaginn 20. maí 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, segir að Seðlabankinn hafi nú sýnt sitt rétta andlit og opinberað fyrir hvern stofnunin í raun starfar, og ljóst sé að það sé ekki almenningur í landinu.

Ásthildur skrifar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að húsnæðiskostnaður sé farinn að sliga heimili í landinu en engu að síður láti ríkisstjórnin og Seðlabankinn eins og um náttúrulögmál sé að ræða vegna verðbólgunnar.

„Grófari gaslýsing er varla til.

Við skulum ekki láta neinn ljúga því að okkur að þessar stjarnfræðilegu hækkanir á afborgunum lána séu VEGNA verðbólgunnar, því svo er ALLS EKKI! Þær eru til komnar VEGNA vaxtahækkana Seðlabankans og vegna þess að það hefur hreinlega verið tekið meðvituð ákvörðun um að fórna heimilunum fyrir bankana.“

Þúsundir barna dæmd til fátæktar

Ásthildur segir að með þessu áframhaldi muni jafnvel þúsundir á Íslandi missa heimili sín á næstu mánuðum og beri stjórnvöld fulla ábyrgð á stöðunni og þeim þúsundum barna sem þau séu að dæma til fátæktar. Enginn Seðlabanki í Evrópu hafi verið jafn grófur í vaxtahækkunum og Seðlabanki Íslands, og það þrátt fyrir að Seðlabankastjóri Evrópu hafi sagt að verðbólga muni lækka jafnvel þó vextir væru ekki hækkaðir.

Ásthildur segir að aðrar leiðir hafi hreinlega ekki verið skoðaðar og eki einu sinni ræddar. Jafnvel sé gengið svo langt að þegar aðrir nefna aðrar lausnir til sögunar þá láti valdhafar eins og um einhverjar samsæriskenningar sé að ræða.

„Bæði ríkisstjórnin og Seðlabankinn eru með rörsýn á einstefnu sem leiða mun til glötunar.“ 

Vaxtafíklar sem fremja glæp gegn landsmönnum

Því telur Ásthildur ljóst fyrir hvern „vaxtafíklarnir“ í Seðlabankanum eru í raun að vinna.

„Hvorki þeir né ríkisstjórnin eru að vinna fyrir almenning heldur í þágu fjármagnseigenda og þeirra sem vita jafnvel ekki aura sinna tal.“

Seðlabankinn vinni eftir hugmyndafræði frá Bandaríkjunum sem hvarfist um það að lífskjör þurfi að lækka til að verðbólgu sé hægt að ná niður.

„Hugmyndafræði sem hefur það beinlínis að markmiði að gera lífskjör almennings verri! 

Vaxtahækkanir undanfarna mánaða eru glæpur gegn fólkinu í landinu.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Umdeildi stiginn í Breiðholti kostaði 36 milljónir króna

Umdeildi stiginn í Breiðholti kostaði 36 milljónir króna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Enn stafar mikil hætta af öfgahægrimönnum í Bandaríkjunum – Beina sjónum sínum á nýjar slóðir

Enn stafar mikil hætta af öfgahægrimönnum í Bandaríkjunum – Beina sjónum sínum á nýjar slóðir