Samkvæmt frétt Vísis hafa skattayfirvöld farið fram á nauðungarsölu á heimili Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, að Hávallagötu í Reykjavík. Segir Kjartan, í samtali við Vísi, að þessi beiðni sé tilkomin vegna skattaskuldar sem varð til meðan hann var utan borgarstjórnar á árunum 2018-2022 en áður hafði hann átt sæti í borgarstjórn frá 1999.
Fjárhæð kröfu skattayfirvalda nemur tæpri tveimur og hálfri milljón króna. Kjartan segir að tekjur hans hafi verið stopular þann tíma sem hann var utan borgarstjórnar og skatturinn áætlað á hann álagningu. Segir hann við Vísi að skuldin verði gerð upp.