fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Segir að yfirvöld undirbúi flóttamannabúðir

Eyjan
Fimmtudaginn 18. maí 2023 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í leiðara Morgunblaðsins í dag er staðhæft að skjólgarðar fyrir flóttamenn sem yfirvöld leggja nú drög að séu í raun flóttamannabúðir:

„Þúsund­ir „hæl­is­leit­enda“ hafa komið hingað til lands í skjóli veik­b­urða reglna, mun veik­ari en í ná­granna­lönd­um okk­ar, sem verða svo enn veik­ari þegar kær­u­nefnd­in túlk­ar þær og gal­opn­ar landið. Kær­u­nefnd­in ber ekki af þessu nokk­urn kostnað, en skatt­greiðend­ur hér á landi sitja uppi með það að þurfa að sjá öllu þessu fólki far­borða. Millj­arðarn­ir hlaðast upp enda þarf að fæða og klæða þá sem hér búa og geta ekki séð fyr­ir sér sjálf­ir. „Flótta­menn­irn­ir“ þurfa lækn­isaðstoð, ekki síður en aðrir og jafn­vel enn frek­ar, sem á þátt í að skýra gríðarlegt álag á heil­brigðis­kerfið. Og þeir þurfa einnig hús­næði, sem hef­ur orðið til þess að nú áform­ar fé­lags- og vinnu­markaðsráðuneytið, í sam­vinnu við Reykja­vík­ur­borg og í fram­hald­inu fleiri sveit­ar­fé­lög, að koma upp flótta­manna­búðum. Þær mega þó ekki heita flótta­manna­búðir enda hljóm­ar það ekki vel, þær eiga að heita skjólg­arðar. Lík­lega dug­ar sú nafn­gift til að blekkja þá sem vilja láta plata sig, en inn­an við þrjú ár eru síðan þáver­andi þing­flokks­formaður Vinstri grænna sagði á Alþingi að það kæmi „ekki til greina að koma upp flótta­manna­búðum á Íslandi og þing­flokk­ur Vinstri grænna mundi aldrei samþykkja slíkt.““

Hvað sem þessum yfirlýsingum líður þá vinni nú ráðherra VG að byggingu slíkra búða, segir í leiðaranum. Í bréfi félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um málið  til borgarstjóra, sem dagsett er 12. apríl, segir að búðirnar séu  „fyr­ir um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd líkt og önn­ur ríki víða í Evr­ópu hafa verið að gera. Eru slík­ar byggðir hugsaðar sem tíma­bund­in lausn meðan aðrir mögu­leik­ar til bú­setu flótta­fólks eru tak­markaðir líkt og staðan er í dag.“

Í leiðaranum eru tök stjórnvalda á flóttamannavandanum gagnrýnd. Annars vegar hafi í skjóli og vægra reglna orðið stjórnlaus straumur af hælisleitendum frá Venesúela hingað til lands, hins vegar valdi kærunefnd útlendingamála vanda eftir að Útlendingastofnun herti reglur sínar varðandi Venesúela. Er gagnrýnt að vald í þessum málaflokki sé fært frá ráðherrum til andlitslausra kærunefnda. Í leiðaranums segir ennfremur:

„Hver hefði trúað því fyr­ir fá­ein­um árum að aðstæður yrðu slík­ar hér á landi að eina leiðin sem stjórn­völd sæju út úr vand­an­um væri að reisa flótta­manna­búðir hér á landi?! Þáver­andi þing­flokks­formaður VG taldi þetta ber­sýni­lega óhugs­andi, sem það hefði átt að vera. Hvað þarf til að rík­is­stjórn og Alþingi taki í taum­ana, setji skýr­ar regl­ur og fram­fylgi þeim svo að forða megi Íslandi frá flótta­manna­búðum?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt