fbpx
Laugardagur 03.júní 2023
Eyjan

Frakklandsforseti stórhrifinn – Átti góða stund á Þingvöllum í morgun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. maí 2023 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fékk símtal á miðnætti, þar sem ég er frönskumælandi og var beðinn um að fara þarna um sem leiðsögumaður, það var mér ljúft og skylt enda verið leiðsögumaður í áratugi,“ segir Dúi Landmark, sem hefur lagt gjörva hönd á margt í gegnum tíðina, en starfar nú sem upplýsingafulltrúi matvælaráðherra. Dúi var beðinn um að sýna Emmanuelle Macron, Frakklandsforseta, Þingvelli í morgun.

„Ég og þjóðgarðsvörður vorum komnir þarna um klukkan sex eða hálfsjö og stilltum okkur af, og síðan kom forsetinn og hans fylgdarlið klukkan hálfátta,“ segir Dúi, en rigningunni slotaði nokkuð á meðan dvöl Marcon á Þingvöllum stóð. „Það var allt blautt er hann kom en það ýrði örlítið úr lofti, en það var logn og fallegt veður.“

Dúi segir að Macron hafi verið mjög forvitinn um land og þjóð og stórhrifinn af náttúrufegurðinni á Þingvöllum. „Hann spurði margvíslegra spurninga um land og þjóð og sýndi mikinn áhuga á náttúrufarinu. Hann spurði hvernig lífi Íslendingar lifðu, hvort við vinnum mikið.“

Dúi segir að ekki hafi spillt fyrir að Macron er mikill fluguveiðiáhugamaður en Dúi hefur lengi fengist við það tómstundagaman. „Þetta er afskaplega skemmtilegur maður í viðkynningu og þetta var góð stund,“ segir hann ennfremur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hrós Sigmundar Davíðs endaði með deilum

Hrós Sigmundar Davíðs endaði með deilum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skýtur föstum skotum á Ásdísi vegna framgöngu hennar sem hafi laskað orðspor bæjarins – „Hlutir hafa verið keyrðir áfram af áberandi blindu og vanhæfni“

Skýtur föstum skotum á Ásdísi vegna framgöngu hennar sem hafi laskað orðspor bæjarins – „Hlutir hafa verið keyrðir áfram af áberandi blindu og vanhæfni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mikil ásókn í læknadeild – 238 keppa um 60 sæti

Mikil ásókn í læknadeild – 238 keppa um 60 sæti
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Eva Ýr nýr mannauðsstjóri Alvotech

Eva Ýr nýr mannauðsstjóri Alvotech
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Varaborgarfulltrúi segir flugvallarsinna fara gegn eigin tillögum

Varaborgarfulltrúi segir flugvallarsinna fara gegn eigin tillögum