fbpx
Laugardagur 03.júní 2023
Eyjan

Ísland svarar kalli frá Úkraínu og sýnir samstöðu með gjöf

Eyjan
Mánudaginn 15. maí 2023 14:53

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Alþingi verður í dag lögð fram tillaga til þingsályktunar, frá formönnum og fulltrúum allra stjórnmálaflokka á þingi, um að fela utanríkisráðherra að kaupa færanlegt neyðarsjúkrahús til að gefa Úkraínu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Katrínu Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

Í tilkynningu segir:

„Formenn og fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi leggja í dag fram tillögu til þingsályktunar um að fela utanríkisráðherra að festa kaup á færanlegu neyðarsjúkrahúsi til notkunar fyrir særða hermenn og færa úkraínsku þjóðinni vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Frá því að innrás Rússa hófst hefur stuðningur Íslands við Úkraínu verið skýr, bæði meðal almennings og stjórnvalda. Á Alþingi hefur ríkt þverpólitísk samstaða um stuðninginn og leggja formenn flokkanna áherslu á að undirstrika þá samstöðu með þessari gjöf.

Sjúkrahúsið sem um ræðir skiptir sköpum til að sinna bæði særðum hermönnum og almenning, en hægt er að starfsrækja þau sjálfstætt og án tengingar við fyrirliggjandi innviði. Úkraínsk stjórnvöld hafa komið því á framfæri við íslensk stjórnvöld að brýn þörf sé á færanlegum neyðarsjúkrahúsum fyrir særða hermenn og óskað eftir stuðningi Íslands í þeim efnum. Þá hefur forseti Úkraínu, Volodomyr Zelensky, ítrekað þakklæti fyrir yfirgnæfandi stuðning íslensku þjóðarinnar við málstað Úkraínu á fundum sínum með forsætisráðherra Íslands.

Þrjú sjúkrahús af þessari gerð hafa verið send til Úkraínu og er óskað eftir þremur til viðbótar. Eistnesk stjórnvöld lögðu til eitt, Þjóðverjar annað og Noregur og Holland í sameiningu hið þriðja. Framleiðslutími á sjúkrahúsi af þessu tagi er u.þ.b. hálft ár og áætlaður kostnaður nemur um það bil 7,8 milljónum evra, eða um 1.200 milljónum króna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Umdeildi stiginn í Breiðholti kostaði 36 milljónir króna

Umdeildi stiginn í Breiðholti kostaði 36 milljónir króna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Enn stafar mikil hætta af öfgahægrimönnum í Bandaríkjunum – Beina sjónum sínum á nýjar slóðir

Enn stafar mikil hætta af öfgahægrimönnum í Bandaríkjunum – Beina sjónum sínum á nýjar slóðir