fbpx
Laugardagur 03.júní 2023
Eyjan

Bergþór segir flugvél á leið til landsins frá Venesúela með viðskiptavini ferðaskrifstofu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. maí 2023 17:48

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Skjáskot af vef RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, fullyrti í ræðustól Alþingis í dag að flugvél frá ferðaskrifstofu í Venesúela væri á leið til Íslands með þarlenda farþega sem hyggjast sækja um hæli hérlendis. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrr í dag en þá notaði Bergþór tækifærið og spurði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, út í málefni hælisleitenda frá Venesúela og hvort að stjórnvöld væri meðvituð flugið og til hvaða aðgerða yrði gripið. Málefni hælisleitenda frá Venesúela hafa vakið nokkra athygli undanfarin misserin en nú er svo komið að fleira fólk frá Venesúela sækir um hæli á Íslandi en fólk frá Úkraínu.

Bergþór hóf spurningar sínar á að vitna í myndband sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti fyrr á þessu ári á Facebook-síðu sinni. Myndbandið var sagt vera frá ferðaskrifstofu í Venesúela sem væri að selja ferðir til þeirra sem vildu sækja um hæli á Íslandi. Kom fram í myndbandinu t.d. að á Íslandi væri rausnarlegt velferðarkerfi. Deilt hefur verið um uppruna myndbandsins síðan og enn virðist óljóst hvar ferðaskrifstofan er raunverulega staðsett.

Sjá einnig: Segir að Ísland sé sérstaklega auglýst fyrir hælisleitendur og um skipulagða starfsemi sé að ræða

Segir von á flugvélinni eftir miðnætti í kvöld

Bergþór sagði gögn hafa borist frá aðila sem hefði farið í gegnum allt ferlið hjá ferðaskrifstofunni. Hann lýsti þessum gögnum ekki nánar og til hverra þau hefðu nákvæmlega borist en líklegt má telja að þessi meintu gögn séu í vörslu íslenskra stjórnvalda.

Bergþór sagði að þetta tiltekna flug sem gögn hefðu borist um væri líklega að leggja af stað frá Venesúela til Madrid og þaðan til Íslands. Sagði hann að líklega væri von á flugvélinni hingað til lands einhvern tímann upp úr miðnætti á morgun.

Spurði Bergþór ráðherrann hvort að, þegar slíkar upplýsingar lægju fyrir, eitthvert sérstakt tillit væri tekið til þess og: „vökulla auga haft en annars væri á landamærunum.“ Þegar það lægi beinlínis fyrir að selt væri í flug í þessum tilgangi, það er að segja að sækja um hæli hér á landi.

Jón svaraði fyrst ekki beint um þetta tiltekna flug. Hann sagði í fyrstu að hann væri meðvitaður um að Ísland væri auglýst sérstaklega í Venesúela og að það kæmi ekki á óvart í ljósi þeirra forsenda sem ráðið hefðu ríkjum í umsóknum fólks, sem þaðan kemur, um hæli hér á landi.

Jón minnti á að flestir hælisleitendur frá Venesúela hafa viðkomu á Spáni fyrir komuna hingað. Hann sagði fólkið ekki yfirgefa flugvöllinn en þegar því væri hleypt í gegnum hann væri það komið á Schengensvæðið og fólk frá Venesúela þyrfti ekki vegabréfsáritun inn á það svæði.

Útlendingastofnun hafi endurskoðað verklag

Jón sagðist vilja samræma reglur um móttöku flóttamanna frá Venesúela til samræmis við reglur um slíkt í Evrópu. Hér á landi hefði verið boðið betur. Hann sagði að Útlendingastofnun hefði endurmetið þær forsendur og reglur sem í gildi hefðu verið við meðferð umsókna um hæli frá Venesúela. Ákveðið hefði verið að hafna flestum umsóknum frá landinu  en það hefði verið kært til Kærunefndar útlendingamála sem nú hefði málið til meðferðar.

Bergþór tók aftur til máls og sagði sérstakt að þegar vitað væri að flugvél sem selt væri í á þessum forsendum að „það flaggi engum rauðum flöggum.“

Jón svaraði því til að „vissulega flagga þessar upplýsingar rauðu gagnvart mér og öðrum í stjórnsýslunni.“ Það séu ekki síst svona ferðir sem hafi orðið til þess að Útlendingastofnun hafi endurskoðað verklag sitt við mat á umsóknum um hæli frá Venesúela. Hann sagði einnig að viðbótarvernd til fjögurra ára sem veitt væri fólki frá Venesúela hér á landi, sem væri ekki gert í neinu öðru Evróðulandi, væri sá „segull“ sem drægi fólkið hingað.

Jón sagðist vonast til að breytingar yrðu á þessu og það tækist að samræma regluverkið hér við regluverk í Evrópu. Hann sagði fólk frá Venesúela of stóran hluta af þeim hópi sem kæmi hingað og íslensk stjórnvöld réðu illa við.

Hér má sjá orðaskipti Bergþórs og Jóns í sal Alþingis

Fyrri fyrirspurn Bergþórs
play-sharp-fill

Fyrri fyrirspurn Bergþórs

Fyrra andsvar Jóns Gunnarssonar
play-sharp-fill

Fyrra andsvar Jóns Gunnarssonar

Seinna andsvar Bergþórs
play-sharp-fill

Seinna andsvar Bergþórs

Seinna andsvar Jóns
play-sharp-fill

Seinna andsvar Jóns

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hrós Sigmundar Davíðs endaði með deilum

Hrós Sigmundar Davíðs endaði með deilum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skýtur föstum skotum á Ásdísi vegna framgöngu hennar sem hafi laskað orðspor bæjarins – „Hlutir hafa verið keyrðir áfram af áberandi blindu og vanhæfni“

Skýtur föstum skotum á Ásdísi vegna framgöngu hennar sem hafi laskað orðspor bæjarins – „Hlutir hafa verið keyrðir áfram af áberandi blindu og vanhæfni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mikil ásókn í læknadeild – 238 keppa um 60 sæti

Mikil ásókn í læknadeild – 238 keppa um 60 sæti
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Eva Ýr nýr mannauðsstjóri Alvotech

Eva Ýr nýr mannauðsstjóri Alvotech
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Varaborgarfulltrúi segir flugvallarsinna fara gegn eigin tillögum

Varaborgarfulltrúi segir flugvallarsinna fara gegn eigin tillögum