fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Yngvi Ómar um íslenska leigumarkaðinn – „Víðast hvar í Evrópu eru hömlur á leiguverði við lýði og eða sterkt félagslegt kerfi“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. maí 2023 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum að græða svo mikið á eignum okkar að við þurfum að hækka skatta á almenning til að borga hærri leigu og græða enn meira.  Því það er í raun það sem húsaleigubætur án neinnar verðstýringar gera, færa fé skattborgara til leigusala til að viðhalda hér leigu sem er á engan hátt réttlát eða sambærileg við aðrar þjóðir“,  skrifar Yngvi Ómar Sighvatsson, varformaður Leigjendasamtakanna um leigumarkaðinn hér á landi. 

„Nýlega staðfestu samtök leigjenda á Íslandi aðild sína að alþjóðasamtökum leigjenda IUT á ráðstefnu í Lissabon sem varaformaður samtakanna sótti fyrir okkar hönd. 

IUT eru 99 ára gömul samtök leigjendafélaga 54 landa og fjölda smærri svæða sem bæta sér fyrir bættum hag leigjenda.  Aðsetur IUT er í Stokkhólmi en einnig reka samtökin skrifstofu í Brussel og vinna þar með stefnumótun á sviði húsnæðismála í nánu samstarfi við helstu stofnanir og lykilpersónur í Evrópusambandinu. 

Ráðstefnuna sóttu fulltrúar leigjendasamtaka víðsvegar að og sátu hundruðir fulltrúa þeirra hina og þessa fyrirlestra og vinnustofur um húsnæðismál.

How can this happen ín Europe?

Það sem kom skýrt fram á þessari ráðstefnu var sú staðreynd studd með gögnum að Íslenski leigumarkaðurinn væri sá allra versti í Evrópu og vakti ástandið hér á landi furðu annara þingfulltrúa sem þingið sátu, en nánar að því síðar. 

Aðalræðumaður ráðstefnunnar var Doktor Rory Heines, virtur írskur fræðimaður sem hélt erindi um þróun fasteignar/leigumarkaðars á Írlandi síðustu 2 áratugi. Eftir um það bil klukkutíma fyrirlestur þá stóð salurinn upp, klappaði og mátti heyra köll um salinn “ how can this happen in Europe today !” og fleira í þeim dúr.

En.. þessi þróunarsaga írska fasteignamarkaðarins er óhugnanlega lík þeirri þróun sem átt hefur sér stað á Íslandi síðustu 2 áratugina, nema að hér eru allar tölur aðeins verri. 

Þeirra helsta vandamál er uppkaup fjárfesta á húsnæði en þar lenda 60% íbúða á markaði í höndum þeirra sem valdið hefur hækkun leiguverðs um 70% á þessum tíma. 

Hér á landi hafa 67% allra íbúða sem bæst hafa við markaðinn farið í hendur fjárfesta og leiga hækkað um 127% frá 2011, fyrir utan það hækkunarferli sem nú stendur yfir sem er um 20-30%.

Frá mnnréttindum í duttlunga

Það er merkileg samfylgni í þróun þessara tveggja húsnæðismarkaða sem skýrist fyrst og fremst á því að um aldamótin var húsnæðiskerfinu umbylt í báðum löndum.  Lögð voru niður úrræði sem gerðu láglaunafólki kleift að eignast sína eigin íbúð, dregið var úr félagslegum úrræðum og hér á landi var leigubremsa aflögð 1999 en hún hafði verið við lýði frá 1983 eftir að hafa verið samþykkt einróma á alþingi það ár. Þessi viðsnúningur frá því að húsnæði væri í raun mannréttindi og nauðsynlegt hverjum manni, yfir í að vera háð duttlungum markaðar með hámarks arðsemi sem sitt eina markmið hafa orðið þess valdandi að lágtekjufólk festist á leigumarkaði.  Það sem skín í gegnum þessa þróun er verðhækkanir á  húsnæði bæði til leigu og kaups.  

Á einu kynslóðarbili hefur húsnæðisverð allt að tífaldast, hægt að tína til mörg dæmi því til stuðnings, en algengt verð á íbúð í blokk um aldamót var 4-6 milljónir en í dag er algengt verð á blokkaríbúð 50 -60 milljónir. 

Eitt af því sem fólki á þessu þingi fannst sérstaklega skrítið við Ísland var leigubótakerfið okkar.  Var spurt ef það væri enginn mörk á leigu en leiga væri niðurgreitt af ríkinu hækkaði þá ekki bara leigan samhliða hækkun bóta ?  Og svarið var einfalt “já”.  Eitt besta dæmið til að lýsa vanköntum þessa kerfis er að þegar formaður félags leigjenda sat í samráðshóp innviða ráðuneytisins nýverið, þá lýsti forstjóri eins stóru leigufélaganna því yfir að hækka þyrfti leiguna hjá félaginu því eignarsafnið hefði aukið verðgildi sitt svo mikið og yrði ríkið að hækka húsaleigubætur til að gera þeim kleift að hækka í hlutfalli við aukið virði.  En hvað var maðurinn þá að segja í raun og veru ?  

Erum að græða svo mikið

Jú, við erum að græða svo mikið á eignum okkar að við þurfum að hækka skatta á almenning til að borga hærri leigu og græða enn meira.  Því það er í raun það sem húsaleigubætur án neinnar verðstýringar gera, færa fé skattborgara til leigusala til að viðhalda hér leigu sem er á engan hátt réttlát eða sambærileg við aðrar þjóðir. En vert er að benda á að könnun okkar á leiguverði sem hlutfall af kaupverði sem gerð var stuttu fyrir verðbólguskotið sem nú ríður yfir sýndi að meðaleiga á meðalíbúð var um 100.000 kr á mánuði hærri á mánuði, eða 1.200,000 á ári hér en í Evrópu.

Stuttu fyrir ráðstefnuna gerðu samtök leigjenda skýrslu um ástandið á Íslenska leigumarkaðnum og var sú skýrsla og þær hagstærðir sem þar komu fram mikið til umræðu meðal þingfulltrúa.  Okkar fulltrúi var tekin í viðtal bæði hjá sænsku og austurrísku leigjenda samtökunum því þeim þótti ástandið hér það ótrúlegt að það yrði að fjalla um það.   

Vangaveltur voru um það hvernig hlutirnir hefðu getað þróast svona hér á landi, ef tekið er mið að því að við höfum innleitt bæði mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna og Evrópu þar sem réttindi til aðgangs að húsnæði á eðlilegu verði er skilgreindur sem mannréttindi.  En líklegasta skýringin er einfaldlega sú að stjórnvöld hér innleiða svona sáttmála bara að hluta, innleiða ekki afleiðingar þess að ekki sé staðið við sáttmálann.  

Hvergi annars staðar

Við sjáum mörg dæmi um slíkt í íslenskri löggjöf sérstaklega í þeim lögum sem snúa að réttindum borgaranna, eins og t.d 14gr. Í lögum frá 1998 um skyldur sveitarfélaga á sviði húsnæðismála, en þar stendur “Að leysa úr húsnæðisþörf einstaklinga í sveitarfélaginu og eiga frumkvæði að því að aflað verði húsnæðis til að koma til móts við þá sem þurfa aðstoð í húsnæðismálum og aðstoða einstaklinga við að afla sér húsnæðis”

Þessum lögum er á engan hátt farið eftir, þvert á móti því til að fá aðstoð við að leysa úr húsnæðisþörf þá þarftu að ganga í gegnum mjög persónulega athugunum á þinni stöðu og nægir ekki að vera undir ákveðnum tekjumörkum og þess auki að endurnýja umsókn þína árlega.  

Þetta er langur vegur frá því að hafa frumkvæði og hvað þá að útvega húsnæði í raun. 

Vakti sérlega veik löggjöf um leigumarkaðinn athygli því hvergi í Evrópu er eins lítið hlutfall af félagslegu íbúðarhúsnæði eða óhagnaðardrifnu og þótti það sérlega skrítið að þetta tvennt gæti farið saman í vestrænu samfélagi.  Fulltrúi okkar átti t.d gott samtal við formann Skosku leigjendasamtakanna þar sem hún lýsti aðeins þeirra húsnæðiskerfi í samanburði við okkar.  En þar er um 50% íbúða í einkaeign, 25% íbúða eru í félagslegu kerfi, síðan skiptist restin af leigumarkaðnum niður í óhagnaðardrifið og lítinn einkarekinn leigumarkað.  Þrátt fyrir þessa skipan mála í Skotlandi  þótti ástæða til að setja hömlur á leiguverð á þessum litla einkarekna leigumarkaði. 

Hömlur á leiguverði eða sterkt félagslegt kerfi

En víðast hvar í Evrópu eru hömlur á leiguverði við lýði og eða sterkt félagslegt kerfi.  Í Svíþjóð semja leigjendasamtökin um árlega hækkun leigu ef þörf er á, nú nýlega var gengið frá samningi við samtök húseigenda þar í landi um 4% hækkun, en þá var verðbólgan 10% þar.  Hömlur á leiguverði eru þar að auki t.d í Hollandi, Belgíu, Danmörku, þýskalandi, Noregi og fleiri Evrópulöndum.  En takið eftir þar sem ekki eru hömlur á leiguverði er til staðar sterkt félagslegt íbúðarkerfi eins og t.d í Frakklandi, en þar er sveitarfélögum skylt að byggja ákveðið mikið að félagslegu húsnæði að viðlögðum sektum.  London er annað dæmi, þar er ekkert leiguþak en 20% af leiguhúsnæði er leigt út á félagslegum forsendum, en í Reykjavík er undir 4% af leiguhúsnæði félagslegt en samt hæst á landinu !

Það sem stendur eftir þessa ferð er að Íslensku leigjendasamtökin eru nú aðilar að alþjóðasambandi leigjenda og má reikna með aðstoð þeirra í baráttu leigjenda hér á landi. Verkefnin sem við nú byrjum að vinna í samvinnu við IUT eru ;

Athugun á innleiðingu Evrópulaga í tengslum við ESS samninginn. Eru lögin þýdd á réttan hátt og merkingu þeirra komið rétt í framkvæmd.

Er í lagi að “innleiða” sáttmála en gera það í raun ekki því sleppt er réttarúrræðum ef sáttmálanum er ekki framfylgt ?  Mögulega yrði þá þrýst á íslensk stjórnvöld að innleiða lög að fullu eða innleiða þau ekki, sem gæti þýtt að Ísland gæti ekki verið aðili að mannréttindasáttmála Evrópu eða Sameinuðu þjóðanna.  

Vekja alþjóðlega athygli á framkomu stjórnvalda í garð leigjenda og fasteignamarkaði með því að halda alþjóðlegan fréttamannafund hér á landi í samvinnu við IUT.

Ein kynslóð – tíföldun á húsnæðisverði

Algengt verð á lítilli blokkaríbúð í fjölbýli um aldamót var 3-5 miljónir. Í dag er verð á sambærilegum íbúðum ca 50-60 miljónir. Á einu kynslóðarbili hefur húsnæðisverð því allt að tífaldast.

Af hverju ? Að miklu leyti út af hægri uppbyggingu en líka út af því að fjárfestar og leigufélög kaupa upp húsnæði til að græða á leigumarkaðnum. En 2 af hverjum 3 íbúðum frá 2005 til 2022 fara til þessara aðila, einungis 1 af hverjum 3 til fjölskyldna sem eru að búa sér til heimili.

Og þá er hægt að spyrja af hverju sækja fjárfestar svona mikið í að kaupa húsnæði ? Jú af því að um aldamót var aflögð leigubremsa sem hafði verið við lýði frá 83. Verkamannabústaðakerfið aflagt og skipulega farið að selja félagslegt húsnæði.

Eftir stóð láglaunafólk, í þeirri stöðu að þrengt hafði verið að möguleikum þess að kaupa og teknar af allar hömlur á gróðarvon leigusala og því var láglaunafólk orðin ein helsta tekjulind efnaðs fólks á Íslandi og það bara fyrir að fá að vera til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn