fbpx
Laugardagur 03.júní 2023
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Andvaraleysið

Eyjan
Laugardaginn 13. maí 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ríkir andvaraleysi í íslenskri pólitík. Óttinn við að taka afstöðu virðist vera öllu yfirsterkari. Því er  látið reka á reiðanum.

Þetta má bara vera svona.

Einna sárast sér þessa stað í dýravelferðinni. Þar nýtur kerfið vafans svo árum og áratugum skiptir. Og á meðan eru dýrin bæði stór og smá látin þjást á svo grimmdarlegan máta að venjulegu fólki fallast hendur.

Það er út af fyrir sig rannsóknarefni hvernig stjórnsýslan hagar sér í þessum efnum – og hvað pólitískir fulltrúar telja sig geta skákað lengi í skjóli í reglugerða og lagaheimilda sem eru ekki bara úr sér gengnar og standast illa eða ekki tímans tönn, heldur eru þær margbrotnar án þess að nokkuð sé aðhafst af sama stjórnkerfi.

Íslensk dýraverndarlög eru skýr. Dýrin eiga alltaf að njóta vafans. Þau eiga aldrei að þurfa að heyja dauðastríð svo klukkustundum og dögum skiptir, heldur ber að aflífa þau á þann veg að þau finni sem minnst fyrir því.

Og þó það nú væri – og ætti í sjálfu sér ekki að þurfa að setja í lög, svo augljós er skynsemin sem þar liggur að baki.

En staðan er þessi. Blóðmerahald brýtur lög. Hvalveiðar bjóta lög. Minkarækt brýtur lög. Rjúpnaveiðar brjóta lög. Hreindýraveiðar brjóta lög. Í öllum tilvikum þurfa dýrin að þjást svo lengi að engan veginn er hægt að ímynda sér kvalirnar sem dýrin þurfa að líða í viðleitni mannsins til að notfæra sér þau í auðgunarskyni.

Engar vísindalegar reglur réttlæta blóðmerahald. Hvalir eru skotnir margsinnis áður en þeir drepast. Minkar þurfa að þjást í hálftíma áður en þeir kafna. Haglaskotin særa fjölda rjúpna sem komast á burt en drepast af sárum sínum mörgum dögum seinna. Hreindýrskýrnar eru skotnar alltof snemma svo eftir standa ráðvilltir kálfarnir án spena síns.

Og svona mætti áfram telja. Þannig eru refalæðurnar teknar af lífi svo eftir liggja hvolparnir í grenjunum og veslast upp, eða festast í gildrum og heyja þar langvinnt dauðastríð, en íslenski refurinn, frumbyggi spendýra á Íslandi, er óvíða ef nokkurs staðar til skaða á Íslandi eins og rannsóknir vitna um. Samt eru að meðaltali sjö þúsund refir skotnir eða drepnir með öðrum hætti á Íslandi á hverju ári, sem einkum og sér í lagi má rekja til þess að veiðimenn fá borgað fyrir það af stjórnvöldum. Hið opinbera hvetur til drápsins af ástæðum sem eru ekki lengur fyrir hendi.

Það er svo eftir öðru að ráðherrar og ráðuneytisstjórar, sem lítið sem ekkert hafast að í þessum efnum eru sumir hverjir uppteknir í laxveiðinni á meðan ósómanum vindur fram. Og ætli þar sé ekki komið enn eitt dýraníðið, því hver getur fullyrt að laxinn kveljist ekki þær klukkstundir sem króknum er rykkt af krafti til í skoltinum, áður en blessaðri skepnunni er náðarsamlegast sleppt, manninum til skemmtunar.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þorgerður Katrín skrifar: Lækkum kostnað!

Þorgerður Katrín skrifar: Lækkum kostnað!
EyjanFastir pennar
30.04.2023

Björn Jón skrifar – Óstjórn í ríkisfjármálum

Björn Jón skrifar – Óstjórn í ríkisfjármálum
EyjanFastir pennar
16.04.2023

Björn Jón skrifar – Skólarnir eru of margir

Björn Jón skrifar – Skólarnir eru of margir
EyjanFastir pennar
09.04.2023

Björn Jón skrifar: Vikið af vegi sannleikans

Björn Jón skrifar: Vikið af vegi sannleikans
EyjanFastir pennar
26.02.2023

Björn Jón skrifar: Ofsafengið scherzó 

Björn Jón skrifar: Ofsafengið scherzó 
EyjanFastir pennar
19.02.2023

Björn Jón skrifar: Liggur vandi stjórnmálanna í menntunarleysi?

Björn Jón skrifar: Liggur vandi stjórnmálanna í menntunarleysi?