fbpx
Laugardagur 03.júní 2023
Eyjan

Gerði grín að mætingu á mótmælin – „Það verða mörg fjölmennari júróvision partý í kvöld“

Eyjan
Laugardaginn 13. maí 2023 15:56

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mótmælin Rísum upp fóru fram á Austurvelli í dag. Yfirskrift mótmælanna var að nú sé tími til kominn að þjóðin rísi upp og segi nóg komið. Nóg sé komið af hagnaði bankanna og stórfyrirtækja, kerfisbundnu niðurrifi grunnstoða samfélagsins, aðgerðarleysi stjórnvalda, stýrivaxtahækkunum, versnandi stöðu í heilbrigðiskerfi, stöðuni á húsnæðismarkaði, versnandi afkomu og horfum fyrir næstu kynslóð.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, stóð fyrir mótmælunum en ásamt honum komu fram Helgi Pétursson formaður Landssambands eldri borgara, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda.

Fundarstjórn var í höndum Möggu Stínu og tónlistarmaðurinn Valdimar kom fram.

Ragnar Þór sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að „í dag kemur í ljós hvort fólkið í landinu sé tilbúið að rísa upp og mótmæla því ástandi sem skapast hefur í samfélaginu.“ Hann hafi fundið fyrir miklum meðbyr og ætti von á fjölda fólks. Eitthvað veður hafði hann þó fengið af því að óprúttnir aðilar væru að deila þeim skilaboðum að fundinum hefði verið aflýst.

Ljósmyndari DV var á svæðinu og fangaði stundina.

Mynd/Valli
Mynd/Valli
Mynd/Valli
Mynd/Valli
Mynd/Valli
Mynd/Valli
Mynd/Valli
Mynd/Valli
Mynd/Valli

Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins var einnig á svæðinu og deildi upptöku.

Friðjóni fannst lítið til mótmælanna koma

Gunnar Smári Egilsson, ábyrgðarmaður Samstöðvarinar, lét sig ekki vanta og sagði að þangað væri „ábyrga fólkið“ mætt.

Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og varaþingmaðru Sjálfstæðisflokks, birti þó sína eigin mynd í athugasemdum og sagði að það væru þá ekki margir ábyrgir hérlendis.

„Þið eruð þá sirka 200 þetta „ábyrga fólk“ af tæplega 400 þúsund? Það hlýtur að vera þung byrði.“

Friðjóni þótti þó það lítið til mótmælanna koma að hann vakti einnig ahygli á mætingunni á sinni eigin Facebook-síðu en hann telur að þjóðin hafi nú sent þau skilaboð að hún sé ekki tilbúin að rísa upp og mótmæla því ástandi sem skapast hefur. Tók hann fram í athugasemdum að myndin hafi verið tekin þegar mótmælin hófust, eftir að hann var sakaður um að hafa myndað mótmælin rétt þegar fólk var fyrst að koma saman. Birti hann aðra mynd sem var tekin hálftíma síðar sem sýndi aðeins fleiri. Í annarri athugasemd skrifaði varaþingmaðurinn:

„Þetta er fólkið sem hefur „fengið nóg af einhverju öðru sem betur má fara í okkar samfélagi“. Það verða mörg fjölmennari júróvision partý í kvöld.“

Í enn annarri athugasemd sagði hann fulla ástæðu til að benda á vitleysuna sem komi frá Ragnari Þór sem hafi spennt bogann nokkuð hátt í aðdraganda mótmælanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aðalsteinn kveður sáttur með útsaumi – „Anda inn…anda út“

Aðalsteinn kveður sáttur með útsaumi – „Anda inn…anda út“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aðalsteinn vill ekki lengur vera ríkissáttasemjari og lætur af embætti á morgun

Aðalsteinn vill ekki lengur vera ríkissáttasemjari og lætur af embætti á morgun
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brimborg og e1 í samstarf um hraðhleðslunet fyrir alla rafbílanotendur

Brimborg og e1 í samstarf um hraðhleðslunet fyrir alla rafbílanotendur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll birtir nokkuð sláandi tölur um hækkun óverðtryggðra lána og vöruverðs – Sendir Bjarna sneið

Jóhann Páll birtir nokkuð sláandi tölur um hækkun óverðtryggðra lána og vöruverðs – Sendir Bjarna sneið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefán svarar Þorsteini fullum hálsi – „Hrokafullur og algerlega á skjön við staðreyndir”

Stefán svarar Þorsteini fullum hálsi – „Hrokafullur og algerlega á skjön við staðreyndir”
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur ætlar að bíða með fagnaðarlætin – „Margoft búið að lofa þessu og ekkert gerist“

Vilhjálmur ætlar að bíða með fagnaðarlætin – „Margoft búið að lofa þessu og ekkert gerist“