fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Elva Hrönn segir Ragnar Þór snúa út úr – Segir hann hafa verið ósáttan við mótframboðið

Eyjan
Fimmtudaginn 9. mars 2023 14:36

Elva Hrönn Hjartardóttir og Ragnar Þór Ingólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elva Hrönn Hjartardóttir, mótframbjóðandi Ragnars Þórs Ingólfssonar í formannsembætti VR segir að lesskilningi formannsins sé ábótavant og að hann leggi sig fram við að snúa út úr öllu sem hún segir.

Fyrr í dag brást Ragnar Þór illa við viðtali sem birtist við Elvu Hrönn í Dagmálaþætti Morgunblaðsins og sakaði hana um að ljúga því að starf hennar væri í hættu ef hún tapaði kosningunum. Elva Hrönn segir að Ragnar Þór hafi greinilega mistúlkað orð hennar því að hún hafi sagt að það hafi verið sameiginleg niðurstaða úr samtali við hennar við næstu yfirmenn innan VR, sem Ragnar Þór er ekki, að henni væri ekki stætt í starfi áfram nái hún ekki kjöri. Það hafi hún þó ekki minnst á að fyrra bragði í því samtali.

Ósáttur við mótframboðið

Þá segir hún að bak við tjöldin hafi Ragnar Þór verið afar ósáttur við mótframboð hennar.

„Viðbrögð núverandi formanns þegar ég sagði honum frá ætlun minni um framboð staðfestu hinsvegar þá niðurstöðu sem ég og stjórnendur í VR komumst að. Og ég segi það hér og nú að núverandi formaður var langt frá því að vera ánægður með þá ákvörðun mína að ætla að bjóða mig fram til formanns. Aðeins svo langt nær lýðræðið sem hann talar svo mikið um að hann fagni og styðji við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun