fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Eyjan

Vantrauststillagan felld

Eyjan
Fimmtudaginn 30. mars 2023 14:11

Jón Gunnarsson. Mynd:Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir flokkar úr stjórnarandstöðunni á Alþingi lögðu í gær fram vantrauststillögu gegn Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra. Umræður um tillöguna hófust á þingi klukkan 10:30 og hefur tillagan nú gengið í atkvæði og var felld. Greiddu 35 þingmenn tillögu gegn henni og 22 með.

Mátti rekja tillöguna til gagnrýni á Jón fyrir að hafa komið í veg fyrir að Alþingi fengi í hendurnar gögn sem varða afgreiðslu Alþingis á umsóknum um ríkisborgararétt. En að meginstefnunni til fer Alþingi með valdheimild til að veita ríkisborgararétt.

Í vikunni hefur mikið verið rætt um minnisblað frá skrifstofu Alþingis sem fjallaði um að samkvæmt þingskapalögum væri það ótvíræð skylda að afhenda Alþingi þau gögn sem beðið er um. Þótti stjórnarandstöðunni því ljóst að Jón hefði brotið lög með því að koma í veg fyrir að Alþingi fengi áðurnefnd gögn.

Það var svo í kjölfar þess að minnisblaðið var lagt fram sem stjórnarandstaðan lagði fram vantrauststillögu sína.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Skýtur föstum skotum á Ásdísi vegna framgöngu hennar sem hafi laskað orðspor bæjarins – „Hlutir hafa verið keyrðir áfram af áberandi blindu og vanhæfni“

Skýtur föstum skotum á Ásdísi vegna framgöngu hennar sem hafi laskað orðspor bæjarins – „Hlutir hafa verið keyrðir áfram af áberandi blindu og vanhæfni“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Mikil ásókn í læknadeild – 238 keppa um 60 sæti

Mikil ásókn í læknadeild – 238 keppa um 60 sæti
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Svar: Fimm konur í framkvæmdastjórn

Svar: Fimm konur í framkvæmdastjórn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmaður leggst gegn tollfrelsi fyrir Úkraínu – „Við erum að taka gríðarlega áhættu“

Framsóknarmaður leggst gegn tollfrelsi fyrir Úkraínu – „Við erum að taka gríðarlega áhættu“