fbpx
Mánudagur 29.maí 2023
Eyjan

Orkan eignast Lyfjaval að fullu

Eyjan
Miðvikudaginn 29. mars 2023 13:41

Svanur Valgeirsson, framkvæmdastjóri Lyfjavals, og Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar IS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orkan IS hefur keypt 42% hlut minnihlutaeigenda í Lyfjavali. Fyrir átti Orkan IS 58% hlut í Lyfjavali og með þessum kaupum eignast því Orkan Lyfjaval að fullu.

,,Það eru afar spennandi tímar framundan hjá Lyfjavali og mörg skemmtileg tækfæri til að bjóða viðskiptavinum upp á fleiri staðsetningar. Lyfjaval hefur skapað sér sérstöðu á markaði með bílalúgum og löngum opnunartíma sem hefur verið afar snjöll leið til að einfalda viðskiptavinum lífið á ferðinni,” er haft eftir Auði Daníelsdóttur, forstjóri Orkunnar, í fréttatilkynningu.

Lyfjaval rekur sjö apótek, sex á höfuðborgarsvæðinu og eitt í Reykjanesbæ, þar af fjögur bílalúguapótek sem njóta vinsælda meðal viðskiptavina. Nýlega var opnunartíminn í Lyfjavali í Hæðasmára lengdur og eru bílalúgur nú opnar allan sólahringinn.

,,Þetta eru mjög góð tíðindi fyrir okkur hjá Lyfjavali. Lyfjaval hefur verið brautryðjandi í lyfsölu á Íslandi frá því að það opnaði fyrsta frjálsa apótekið, Apótek Suðurnesja árið 1996, fyrsta bílaapótekið 2005, hóf netsölu með lyf 2022 og býður nú sólarhringsopnun í lyfsölu, það eina á landinu. Við erum mjög spennt fyrir áframhaldandi vexti í samstarfi við Orkuna.” segir Svanur Valgeirsson, framkvæmdastjóri Lyfjavals.

Orkan IS ehf. var stofnað 1. desember 2021. Starfsemin er einkum á sviði þjónustu til einstaklinga, svo sem rekstur þjónustustöðva Orkunnar, 10-11, Extra, Löðurs bílaþvottastöðva, Íslenska vetnisfélagsins, Gló og Lyfjavals sem nú verður að fullu í eigu Orkunnar IS. Markmið Orkunnar IS er að skapa þjónustustöðvar og verslanir með gott aðgengi sem þjóna viðskiptavinum á snjallan, hagkvæman og umhverfisvænan hátt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Tapist slíkt skaðabótamál er það fórnarkostnaður sem ráðherra mætti vera stolt af að hafa stofnað til“

„Tapist slíkt skaðabótamál er það fórnarkostnaður sem ráðherra mætti vera stolt af að hafa stofnað til“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sakar Svandísi um tvískinnung – Hefur áhyggjur af kvölum hvala en ekki vítiskvölum fólks

Sakar Svandísi um tvískinnung – Hefur áhyggjur af kvölum hvala en ekki vítiskvölum fólks
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolibri á toppnum hjá Great Place To Work – Launakerfið opið og allt starfsfólk getur séð laun hvert annars

Kolibri á toppnum hjá Great Place To Work – Launakerfið opið og allt starfsfólk getur séð laun hvert annars
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar forseta bæjarstjórnar Kópavogs um að fara ekki eftir stjórnsýslulögum

Sakar forseta bæjarstjórnar Kópavogs um að fara ekki eftir stjórnsýslulögum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að heilbrigðiskerfið sé ekki vanfjármagnað

Segir að heilbrigðiskerfið sé ekki vanfjármagnað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Grófari gaslýsing varla til að mati Ásthildar – „Rörsýn á einstefnu sem leiða mun til glötunar“ 

Grófari gaslýsing varla til að mati Ásthildar – „Rörsýn á einstefnu sem leiða mun til glötunar“