fbpx
Sunnudagur 28.maí 2023
Eyjan

Brandenburg auglýsingastofa ársins

Eyjan
Þriðjudaginn 28. mars 2023 10:46

Sigríður Theódóra Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Brandenburg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brandenburg var valin auglýsingastofa ársins á ráðstefnu ÍMARK sem haldin var í Háskólabíó á föstudaginn. Þetta er í fimmta sinn sem stofan hlýtur nafnbótina og
sem fyrr eru það markaðsstjórar íslenskra fyrirtækja sem kjósa.

Sigríður Theódóra Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Brandenburg, segir af þessu tilefni: „Við höfum á undanförnum árum verið að útvíkka þjónustuna markvisst og efla okkur í ráðgjöf og strategíu og það er að skila sér. Svo má ekki gleyma frábæru starfsfólki stofunnar sem hefur lagt mikið á sig og öllum okkar frábæru viðskiptavinum. Árangursdrifnar hugmyndir hafa verið kjarninn í öllu sem við gerum en við mælumst hæst á öllum þeim þáttum sem mældir voru, s.s. fagleg vinnubrögð, áhersla á árangur og þjónusta og viðmót. Árið er búið að vera viðburðaríkt og 2023 byrjar af krafti. Það er aldrei lognmolla í okkar geira og fullt af áskorunum framundan eins og með tilkomu gervigreindar og sjálfvirkni en við þrífumst á breytingum og erum spennt fyrir framtíðinni.“

Hjá Brandenburg starfa rúmlega 30 sérfræðingar á sviði vörumerkjaráðgjafar, hönnunar, hugmyndavinnu og textagerðar auk þess að sjá um samfélagsmiðla,
birtingar og ráðgjöf gegnum snjallbirtingafyrirtækið Datera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sakar Svandísi um tvískinnung – Hefur áhyggjur af kvölum hvala en ekki vítiskvölum fólks

Sakar Svandísi um tvískinnung – Hefur áhyggjur af kvölum hvala en ekki vítiskvölum fólks
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir ýmislegt benda til þess að íþyngjandi lög um jafnlaunavottun séu ekki að hafa nein áhrif

Segir ýmislegt benda til þess að íþyngjandi lög um jafnlaunavottun séu ekki að hafa nein áhrif
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar forseta bæjarstjórnar Kópavogs um að fara ekki eftir stjórnsýslulögum

Sakar forseta bæjarstjórnar Kópavogs um að fara ekki eftir stjórnsýslulögum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dregur úr hagvexti en verðbólgan áfram þrálát samkvæmt nýrri hagspá ASÍ

Dregur úr hagvexti en verðbólgan áfram þrálát samkvæmt nýrri hagspá ASÍ
Eyjan
Fyrir 1 viku

Grófari gaslýsing varla til að mati Ásthildar – „Rörsýn á einstefnu sem leiða mun til glötunar“ 

Grófari gaslýsing varla til að mati Ásthildar – „Rörsýn á einstefnu sem leiða mun til glötunar“ 
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Evrópsk samstaða

Sigmundur Ernir skrifar: Evrópsk samstaða