fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Eyjan

Skagafjörður nú með 5G samband

Eyjan
Fimmtudaginn 23. mars 2023 17:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vodafone hefur unnið að uppbyggingu 5G kerfis á Íslandi og hefur nú lokið uppsetningu á tveimur 5G sendum í Skagafirði. Sendarnir eru á Hegranesi og inni á Sauðárkróki. Skagafjörður er því nú með eitt besta 5G samband á landinu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Vodafone og þar segir jafnframt:

„Starfsmenn okkar hafa verið í vinnu síðustu vikurnar við uppsetningu á 5G sendum á svæðinu. Síðustu ár hefur Vodafone einnig unnið að eflingu 4G á svæðinu meðal annars með uppsetningu á nýjum sendastöðum ásamt uppfærslu á sendum. Því hafa tengingar í Skagafirði verið stórbættar fyrir íbúa svæðisins sem og ferðamenn. Í haust stefnum við á að klára innleiðingu á svokölluðu VoWIFI, sem þýðir að notendur munu geta sett upp og móttekið hefðbundin símtöl yfir Wifi. Þessi tækni getur komið sér vel á bæjum og sumarhúsum þar sem ljósleiðaratenging er til staðar en ekki gott farsímamerki innanhúss. Við erum afar ánægð með þessa stórbættu þjónustu í Skagafirði og hvetjum íbúa til að setja sig í samband við okkur ef þá vantar ráðgjöf varðandi hverskonar heimatengingar henti þeirra staðsetningu best,“ segir Bjarni Freyr Guðmundsson, rekstrarstjóri Vodafone á Norðurlandi.

„Ég fagna því að Vodafone hafi sett upp 5G senda í Skagafirði og eflt 4G sambandið samtímis. Það skiptir íbúa Skagafjarðar og þá fjölmörgu ferðamenn og aðra gesti sem sækja héraðið heim miklu máli að geta verið í tryggu og góðu sambandi sem víðast. Þá er afar gott að Vodafone sé að horfa til lausna sem tryggja betri móttöku á hefðbundnum samtölum yfir Wifi þannig að unnt sé að nýta ljósleiðartengingar til að treysta farsímamerki innanhúss þar sem þess er þörf,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitastjóri Skagafjarðar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir starfsmenn félagsmálaráðuneytisins hafa mótmælt ríkisstjórn sinni

Segir starfsmenn félagsmálaráðuneytisins hafa mótmælt ríkisstjórn sinni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stefnir í margfalda launahækkun þingmanna – krefur fjármálaráðherra svara

Stefnir í margfalda launahækkun þingmanna – krefur fjármálaráðherra svara
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi þingmaður skorar á þingmenn að rísa upp gegn forseta Alþingis

Fyrrverandi þingmaður skorar á þingmenn að rísa upp gegn forseta Alþingis
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gagnrýndi tásumyndir og óhóflegar launahækkanir – Hækkar sjálfur þrefalt meira en láglaunafólk og spókar sig nú í sólinni erlendis

Gagnrýndi tásumyndir og óhóflegar launahækkanir – Hækkar sjálfur þrefalt meira en láglaunafólk og spókar sig nú í sólinni erlendis
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískur pappakassi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískur pappakassi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Yfir eitt hundrað konur tóku þátt í stofnun FKA Austurland

Yfir eitt hundrað konur tóku þátt í stofnun FKA Austurland