fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Eyjan

Fundur Xi og Pútíns – „Mesta niðurlæging Rússa frá upphafi“

Eyjan
Fimmtudaginn 23. mars 2023 11:00

Xi og Pútín ræddu mikið saman í vikunni. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær hélt Xi Jinping, forseti Kína, heim á leið eftir þriggja daga opinbera heimsókn í Moskvu. Þar fundaði hann með Vladímír Pútín, forseta, og ræddu forsetarnir (einræðisherrarnir) hin ýmsu mál. Sérfræðingar hafa sumir hverjir ákveðnar skoðanir á heimsókninni og útkomunni.

Pútín sagði að heimsóknin væri merki um góða vináttu ríkjanna tveggja en Xi sagði að Kínverjar ættu traustan félaga þar sem Rússland er. Þeir sendu einnig frá sér sameiginlegar yfirlýsingar um ný verkefni og sameiginlegar skoðanir á ýmsu er varðar heimsmálin.

Sumir sérfræðingar telja að heimsóknin sé ákveðið skref eða jafnvel risastórt stökk í átt að rússnesk/kínversku bandalagi en þessu hafna Kínverjar í opinberum frásögnum af heimsókninni.

Aðrir hafa aðra sýn á þetta, sérstaklega þeir sem hafa vestræn sjónarmið í miklum metum. Garry Kasparov, fyrrum heimsmeistari í skák og útlægur stjórnarandstæðingur skóf ekki utan af hlutunum og sagði: „Xi Jinping, keisari, fór í konunglega heimsókn til Pútíns, héraðsstjóra í norðurhéraði Kína, Rússlandi. Það er einmitt það sem átti sér stað. Xi geislaði og Pútín líktist þeim þjóni sem hann er. Þetta er mesta niðurlæging Rússa frá upphafi. Þetta er ekki bandalag. Þetta eru yfirmaður og skósveinn hans. Við erum ekki að tala um að berjast gegn NATO eða Bandaríkjunum. Hann tekur Rússland fyrst. Pútín reyni að kaupa sér lengri tíma á valdastóli með því að selja Kínverjum Rússland,“ skrifaði heimsmeistarinn fyrrverandi um heimsóknina.

Jótlandspósturinn segir að Sam Greene, prófessor við Rússlands-stofnun Kings College, sé ekki alveg jafn stóryrtur en hafi tekið eftir því að niðurstaða heimsóknarinnar sé Kínverjum mun hagstæðari en Rússum. Til dæmis hafi þeir fengið loforð um að Rússar selji þeim ódýra olíu og gas, að viðskipti ríkjanna fari fram í kínverska gjaldmiðlinum, að Kínverjar fái stærra hlutverk við þróun og uppbyggingu norður- og austurhéraða Rússlands og að þeir fái að fylla þau pláss sem vestræn fyrirtæki skildu eftir þegar þau hættu starfsemi í Rússlandi. Rússar fái ekkert samsvarandi á móti.

„Í hreinskilni sagt, þá eru ákveðnir hagsmunir fyrir Rússa í þessu öllu og fleiru til. En ég á erfitt með sjá eitthvað sem Xi vildi fá frá Pútín og fékk ekki. Listinn yfir það sem Pútín vildi fá frá Xi og fékk ekki er langur,“ sagði Greene.

Hann sagðist telja að stærsti, og kannski eini sigur Pútíns, í fundarhöldunum hafi verið hvernig Xi talaði um stríðið í Úkraínu og hugsanlegan frið. Hann sagðist telja að þar hafi Kínverjar dregið lappirnar og það megi túlka sem grænt ljós frá þeim til Rússa um að þeir geti haldið stríðsrekstrinum áfram. En þetta breytir engu um lokaniðurstöðuna að hans mati:

„Pútín segir þjóð sinni að hann sé að berjast fyrir fullveldi Rússlands. Í raun er hann búinn að veðsetja Kreml hjá Kínverjum. Spurningin fyrir Xi er: Hvað ætlar hann að gera með nýjasta landvinning sinn?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir starfsmenn félagsmálaráðuneytisins hafa mótmælt ríkisstjórn sinni

Segir starfsmenn félagsmálaráðuneytisins hafa mótmælt ríkisstjórn sinni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stefnir í margfalda launahækkun þingmanna – krefur fjármálaráðherra svara

Stefnir í margfalda launahækkun þingmanna – krefur fjármálaráðherra svara
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi þingmaður skorar á þingmenn að rísa upp gegn forseta Alþingis

Fyrrverandi þingmaður skorar á þingmenn að rísa upp gegn forseta Alþingis
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gagnrýndi tásumyndir og óhóflegar launahækkanir – Hækkar sjálfur þrefalt meira en láglaunafólk og spókar sig nú í sólinni erlendis

Gagnrýndi tásumyndir og óhóflegar launahækkanir – Hækkar sjálfur þrefalt meira en láglaunafólk og spókar sig nú í sólinni erlendis
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískur pappakassi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískur pappakassi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Yfir eitt hundrað konur tóku þátt í stofnun FKA Austurland

Yfir eitt hundrað konur tóku þátt í stofnun FKA Austurland