fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Eyjan

Atvinnurekendur og launafólk ræða um aðgerðir gegn verðbólgunni

Eyjan
Mánudaginn 20. mars 2023 09:00

Seðlabankinn hækkar væntanlega stýrivexti enn frekar í vikunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðbólgan mælist nú um 10% sem er engum í hag. Af þeim sökum er skipulagt samtal hafið á milli fulltrúa samtaka atvinnurekenda og launafólks um aðgerðir gegn verðbólgu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Eyjólfi Árna Rafnssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins, að mikilvægt sé að ná verðbólgunni niður áður en hafist verður handa við kjarasamningsgerð að ári. Til þess að það takist, þurfi breiða samstöðu.

Hann sagðist telja það mikla einföldum að varpa allri sök á verðbólgunni á verðhækkanir verslana. Heildarhlutur hennar í verðmyndun vöru á markaði sé aðeins fimmtungur af heildinni.

Reiknað er með að Seðlabankinn hækki stýrivexti í vikunni en þeir eru nú 6,5%. Eyjólfur sagði að fyrirtækin finni vel fyrir þessu og líklegt sé að það hægi á fjárfestingum á næstunni enda sé leikurinn að hluta til þess gerður að svo fari.

Hann sagði að þetta geti þýtt að það hægist á húsnæðismarkaðnum og minna verði byggt. Samt sem áður sé mikil þörf á mikilli uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á næstu árum. Þörfin sé svo mikil að hún skipti miklu fyrir framvindu efnahagsmála í landinu.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir starfsmenn félagsmálaráðuneytisins hafa mótmælt ríkisstjórn sinni

Segir starfsmenn félagsmálaráðuneytisins hafa mótmælt ríkisstjórn sinni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stefnir í margfalda launahækkun þingmanna – krefur fjármálaráðherra svara

Stefnir í margfalda launahækkun þingmanna – krefur fjármálaráðherra svara
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi þingmaður skorar á þingmenn að rísa upp gegn forseta Alþingis

Fyrrverandi þingmaður skorar á þingmenn að rísa upp gegn forseta Alþingis
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gagnrýndi tásumyndir og óhóflegar launahækkanir – Hækkar sjálfur þrefalt meira en láglaunafólk og spókar sig nú í sólinni erlendis

Gagnrýndi tásumyndir og óhóflegar launahækkanir – Hækkar sjálfur þrefalt meira en láglaunafólk og spókar sig nú í sólinni erlendis
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískur pappakassi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískur pappakassi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Yfir eitt hundrað konur tóku þátt í stofnun FKA Austurland

Yfir eitt hundrað konur tóku þátt í stofnun FKA Austurland