fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Ásgrímur, Bylgja og Sigurveig nýir sölustjórar A4

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 20. mars 2023 17:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar aukinna umsvifa á öllum sviðum hafa verið gerðar skipulagsbreytingar hjá A4. „Nýlega tókum við þá ákvörðun að skipta því sem áður hét stórsala upp í heildsölu annars vegar og fyrirtækjaþjónustu hins vegar,“ segir Vilhjálmur Eiríksson, framkvæmdastjóri sölu og vörustýringar hjá A4. „Þannig höfum við eflt sölustarfið og náum á sama tíma að þjónusta þessa ólíku markaði enn betur en áður. Umfang heildsölunnar okkar hefur stóraukist undanfarin ár samhliða auknu vöruframboði en meðal vinsælla vörumerkja sem við bjóðum upp á má nefna leikföngin vinsælu frá LEGO og Samsonite ferðatöskurnar. Nýlega gengum við svo frá kaupum á vörumerkinu Puzzled by Iceland, sem býður upp á fjölbreyttar íslenskar vörur fyrir ferðamenn. Að auki er heildsalan okkar með mikið úrval í öðrum vöruflokkum, svo sem hannyrðavörum, föndurvörum, spilum og auðvitað ritföngum.“ 

Bylgja Bára Bragadóttir er nýr sölustjóri heildsölu. Bylgja Bára hefur yfir 15 ára starfsreynslu af sölustýringu, stjórnun og rekstri. Hún var framkvæmdastjóri og stofnandi frumkvöðlafyrirtækisins MIA og sölu- og viðskiptastjóri hjá Pennanum um árabil. Áður en hún hóf störf sem sölustjóri stórsölu hjá A4 árið 2016 starfaði hún sem rekstrarstjóri Johan Rönning.  

Ásgrímur Helgi Einarsson er nýr sölustjóri fyrirtækjaþjónustu. Ásgrímur hefur víðtæka reynslu af sölustörfum. Hann starfaði sem sölustjóri VÍS í 7 ár og síðar sem sölustjóri Mercedes-Benz hjá bílaumboðinu Öskju í nokkur ár. Þá starfaði hann um tíma sem viðskiptastjóri hjá fyrirtækjatorgi Arion banka og sem vörustjóri hjá Bílabúð Benna. Ásgrímur hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum en hann sat í stjórn KSÍ á árunum 2021–2022, var formaður knattspyrnudeildar Fram 2019–2021 og formaður Keilusambands Íslands 2015–2017. 

Sigurveig Ágústsdóttir er nýr sölustjóri húsgagna. Sigurveig hefur starfað í húsgagnadeild A4 frá árinu 2017, fyrst sem viðskiptastjóri og síðar sem söluráðgjafi. Hún hefur því tekið þátt í uppbyggingu þessarar öflugu deildar nánast frá því að henni var komið á laggirnar. Áður en hún hóf störf hjá A4 starfaði hún sem sérfræðingur hjá Arion banka. Sigurveig er með APME í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og diplóma í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn