fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Björn Leví spyr hvað VG og Framsókn fái í sinn hlut fyrir að leyfa Sjálfstæðisflokknum að selja Íslandsbanka og Isavia?

Eyjan
Föstudaginn 17. mars 2023 10:00

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hið öfugsnúna orðatiltæki, að blindur leiði haltan, lýsir ríkisstjórnarsamstarfinu í dag ansi vel. Það er sama hvert er litið. Í útlendingamálinu sjá þau ekki allar umsagnirnar sem vara við stjórnarskrár og mannréttindabrotum. Í Íslandsbankamálinu sáu þau ekki að fjármálaráðherra var að selja föður sínum hlut í bankanum. Í Lindarhvolsmálinu sjá þau ekki óháð og ítarlegt lögfræðiálit sem segir að þeim sé skylt að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda.“

Svona hefst pistill eftir Björn Leví Gunnarsson, þingmann Pírata, í Morgunblaðinu í dag en hann ber fyrirsögnina „Blindur leiðir haltan“. Umfjöllunarefnið er, eins og fram kemur í innganginum, ríkisstjórnarsamtstarfið.

Björn bendir á að í Lindarhvolsmálinu sé búið að birta lögfræðiálit á vefsíðu Lindarhvols þar sem segi að „„skylt sé […] að veita almenningi aðgang að skýrslu setts ríkisendurskoðanda“ og að ekki verði séð „að greinargerðin hafi að geyma upplýsingar af því tagi sem heimilt er […] að takmarka aðgang að“.“

„Það á sem sagt að birta skýrsluna og ekki eyða út neinu í henni fyrir birtingu. En ríkisstjórnin fer undan í flæmingi. Allt nefndarfólk í forsætisnefnd vill birta greinargerðina, nema forseti þingsins. Samt segja þau svo í þingsal að þeim sé bannað að birta greinargerðina samkvæmt lögum – og vísa þá í niðurstöður úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem komst að þeirri niðurstöðu að ríkisendurskoðanda bæri ekki að birta greinargerðina,“ segir Björn og bætir við að þetta sé klassísk afvegaleiðing því umrætt skjal sé hjá Alþingi.

Hann bendir á að í lögfræðiálitinu komi skýrt fram að greinargerðin væri send ríkisendurskoðanda „„ásamt öllum vinnugögnum““.

„Greinargerð setts ríkisendurskoðanda var svo einnig send til fjármála- og efnahagsráðherra, Lindarhvols, Seðlabanka Íslands og umboðsmanns Alþingis. Ekki með vinnugögnum. Settur ríkisendurskoðandi kláraði ekki skýrsluna heldur skrifaði greinargerð um þau þrjú ár sem hann rannsakaði málið og skilaði þeirri greinargerð um sína vinnu til Alþingis. Þetta er algerlega skýrt í lögum um ríkisendurskoðanda: „Skýrslur, greinargerðir og önnur gögn sem ríkisendurskoðandi hefur útbúið og eru hluti af máli sem hann hyggst kynna Alþingi geta fyrst orðið aðgengileg þegar þingið hefur fengið þau afhent.“ Það er löngu búið að afhenda þinginu þessa greinargerð og það er líka löngu búið að segja að þinginu sé skylt að birta greinargerðina,“ segir Björn.

Í niðurlagi pistilsins spyr hann hvers vegna ríkisstjórnin endurtaki bara sömu möntruna um að henni sé bannað með lögum að birta upplýsingar og segir það óskiljanlegt, sérstaklega miðað við að þótt greinargerðin teldist vera vinnugagn, sem þyrfti ekki að birta, þá væri ekkert sem bannar það bókstaflega.

„Útúrsnúningurinn er því algjör, eins og venjulega. Það er því spurning hversu lengi þetta samfélag getur gengið á því að Sjálfstæðisflokkurinn leiði Vinstri-græn á meðan Framsókn horfir bara á. Þangað til það er búið að klára að selja Íslandsbanka? Og Isavia? Hvað fá þau í staðinn?“ spyr hann síðan að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt