fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Eyjan

Varaþingmaður VG segir sig úr flokknum eftir að frumvarpið umdeilda flaug í gegn

Eyjan
Fimmtudaginn 16. mars 2023 12:17

Daníel E. Arnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður Vinstri grænna og framkvæmdastjóri Samtakanna ’78 hefur sagt sig úr stjórnmálaflokknum eftir að útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, var samþykkt á Alþingi í gær.

Daníel, sem er fyrrum framkvæmdastjóri Vinstri grænna, greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni en ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þó að hann verði kallaður inn. Meirihluti Alþingis, þar á meðal þingmenn Vinstri grænna, samþykktu frumvarpið sem  var afar umdeilt en ekki var hlustað á fjölmargar breytingatillögur annarra þingmanna.

Hér má lesa færslu Daníels í heild sinni

Að mati Daníels skerðir frumvarpið réttindi eins viðkvæmasta og jaðarsettasta hóp samfélagsins. Hann segist hafa skráð sig úr flokknum einungis nokkrum mínútum eftir að frumvarpið var samþykkt.

„Þegar ég bauð mig fram í prófkjöri VG 2021 þá var eitt af mínum áherslumálum meiri mannúð þegar kemur að þessum hópi. Ég fékk fjölda fólks til að ganga til liðs við hreyfinguna, fólk sem var mér sammála í þessum efnum og ég fékk mikinn stuðning frá þessum einstaklingum. Fyrir það verð ég ávallt þakklátur,“ skrifar Daníel.

Hann segist verið á móti frumvarpinu alla sína tíð og reynt sitt allra besta til að stöðva það. Það hafi ekki tekist og hann finni til ábyrgðar vegna þess. Sautján ára vegferð hans með Vinstri grænum sé því lokið.

„Þess vegna eru þessi skref afskaplega þung. Mér þykir enn afar vænt um fólkið í VG en því miður þá get ég ekki staðið á bakvið hreyfingu sem samþykkir skerðingu á réttindum til eins viðkvæmasta hóp samfélagsins.“

Daníel skipaði þriðja sæti á lista Vinstri græna í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir kosningarnar 2021. Þingflokkurinn náði þar inn tveimur mönnum, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og svo Orra Páli Jóhannssyni sem uppbótarþingmanni. Komi til þess að leysa þurfi annaðhvort þeirra af mun Daníel því ekki svara kallinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR

Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svara fyrir umræðuna um Lindarhvol og segja ólöglegt að birta skýrsluna – „Frá upphafi var lögð áhersla á gagnsæi“

Svara fyrir umræðuna um Lindarhvol og segja ólöglegt að birta skýrsluna – „Frá upphafi var lögð áhersla á gagnsæi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Elva Hrönn segir Ragnar Þór snúa út úr – Segir hann hafa verið ósáttan við mótframboðið

Elva Hrönn segir Ragnar Þór snúa út úr – Segir hann hafa verið ósáttan við mótframboðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir ofurlaun íslenskra forstjóra – Alltaf verið að bæta við bónusum ofan á há föst laun

Gagnrýnir ofurlaun íslenskra forstjóra – Alltaf verið að bæta við bónusum ofan á há föst laun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir „embættisafglöp“ Dags borgarstjóra – „Hér stefn­ir í að borg­ar­stjóri geri af­drifa­rík mis­tök í starfi“

Gagnrýnir „embættisafglöp“ Dags borgarstjóra – „Hér stefn­ir í að borg­ar­stjóri geri af­drifa­rík mis­tök í starfi“