fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Eyjan

„Ég geng stolt frá borði og sé ekki eftir neinu“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. mars 2023 16:22

Elva Hrönn Hjartardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elva Hrönn Hjartardóttir, starfsmaður VR, sem bauð sig fram sem formaður gegn Ragnari Þóri Ingólfssyni, þakkar fyrir stuðninginn liðnar vikur.

Eins og fram kom í fréttum fyrr í dag var Ragnar Þór formaður VR með 57,03% at­kvæða en Elva Hrönn hlaut um 39,44%.

Sjá einnig: Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR

„Þessi kosningabarátta var allskonar, mikil áskorun og oft og tíðum erfið en svo sannarlega fræðandi og skemmtileg líka. Ég er virkilega þakklát fyrir öll hvetjandi skilaboðin, góðar móttökur á þeim fjölmörgu vinnustöðum sem ég heimsótti og þær góðu samræður sem ég hef átt við félaga mína í VR,“ segir Elva Hrönn í færslu á Facebook.

Hún segist ganga stolt frá borði og sjá ekki eftir neinu. „Tæp 40% er ansi gott og nokkuð ljóst að það eru fleiri en ég sem vilja breytingar innan VR. Ég óska nýrri forystu velfarnaðar í starfi og vona að fjölbreytileiki innan félagsins og ólíkir hagsmunir félagsfólks fái meiri hljómgrunn héðan í frá. Takk fyrir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR

Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svara fyrir umræðuna um Lindarhvol og segja ólöglegt að birta skýrsluna – „Frá upphafi var lögð áhersla á gagnsæi“

Svara fyrir umræðuna um Lindarhvol og segja ólöglegt að birta skýrsluna – „Frá upphafi var lögð áhersla á gagnsæi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Elva Hrönn segir Ragnar Þór snúa út úr – Segir hann hafa verið ósáttan við mótframboðið

Elva Hrönn segir Ragnar Þór snúa út úr – Segir hann hafa verið ósáttan við mótframboðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir ofurlaun íslenskra forstjóra – Alltaf verið að bæta við bónusum ofan á há föst laun

Gagnrýnir ofurlaun íslenskra forstjóra – Alltaf verið að bæta við bónusum ofan á há föst laun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir „embættisafglöp“ Dags borgarstjóra – „Hér stefn­ir í að borg­ar­stjóri geri af­drifa­rík mis­tök í starfi“

Gagnrýnir „embættisafglöp“ Dags borgarstjóra – „Hér stefn­ir í að borg­ar­stjóri geri af­drifa­rík mis­tök í starfi“