fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Eyjan

Líkamsstaða Halldórs Benjamíns í viðtali vekur furðu – „Jæja. Hvað er í gangi? Ég er í alvörunni forvitinn“

Eyjan
Föstudaginn 10. mars 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Benjamín Þorleifsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), hefur verið mikið í umræðunni undanfarið vegna kjaradeilu SA og Eflingar. Nú hefur miðlunartillaga verið samþykkt í deilunum og því kominn kjarasamningur.

Halldór vakti þó athygli á Twitter fyrir eitthvað allt annað í gær. Fyrir það hvernig hann stóð á meðan tekið var við hann viðtal.

Grafíski hönnuðurinn Arnór Bogason birti myndband og spurði: „Jæja. Hvað er í gangi? Ég er í alvörunni forvitinn, er þetta bara svona þægileg staða?“

Ekki stóð á viðbrögðunum við tístinu.

Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskiptasviðs hjá Íslandsstofu, segir að þetta eigi sér einfalda skýringu.

„Þetta heitir fagleg vinnubrögð og er kennt í bæði námi í fréttamennsku og væntanlega í allri fjölmiðlaþjálfun. Þetta er til að viðmælendur séu sem næst því að vera í augnhæð og í réttu angle við myndavélina. Það er fyrst og fremst óþægilegt fyrir áhorfandann þegar það er ekki“

Fjölmiðlakonan Margrét Erla Maack tekur undir þetta og segir að fjölmargar sambærilegar myndir séu til af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þingmanni Miðflokksins. „Þetta er til að horfa ekki niður á fréttamann, sem er aðeins lægri en Halldór Benjamín.“

Aðrir deildu myndum af sambærilegum aðstæðum.

 

 

 

 

Viktor Valgarðsson stjórnmálafræðingur segir að um algenga „pósu“ sé að ræða.

„Þetta er mjög algeng pósa hjá PR og stjórnmálafólki og svona sem fara mikið í fjölmiðla, lúkkar auðvitað kjánalega þegar fæturnir sjást en held þetta eigi að tryggja gott jafnvægi og svona valdapósu án þess að vera erfitt eða lúkka óeðlilega í mynd.“

Pétur Maack, sálfræðingur, er svo með beiðni til sjónvarpsfrétta bæði RÚV og Stöðvar 2.

„Viljið þið senda lágvaxnasta fólkið ykkar næst þegar þarf að fá soundbite frá Halldóri Benjamín. Mig langar til að sjá hversu langt niður hann kemst áleiðis í spígat.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég geng stolt frá borði og sé ekki eftir neinu“

„Ég geng stolt frá borði og sé ekki eftir neinu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín og Þórdís hitta Selenskíj í dag

Katrín og Þórdís hitta Selenskíj í dag
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Íran og Sádi-Arabía taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik

Íran og Sádi-Arabía taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svara fyrir umræðuna um Lindarhvol og segja ólöglegt að birta skýrsluna – „Frá upphafi var lögð áhersla á gagnsæi“

Svara fyrir umræðuna um Lindarhvol og segja ólöglegt að birta skýrsluna – „Frá upphafi var lögð áhersla á gagnsæi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Elva Hrönn segir Ragnar Þór snúa út úr – Segir hann hafa verið ósáttan við mótframboðið

Elva Hrönn segir Ragnar Þór snúa út úr – Segir hann hafa verið ósáttan við mótframboðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir ofurlaun íslenskra forstjóra – Alltaf verið að bæta við bónusum ofan á há föst laun

Gagnrýnir ofurlaun íslenskra forstjóra – Alltaf verið að bæta við bónusum ofan á há föst laun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir „embættisafglöp“ Dags borgarstjóra – „Hér stefn­ir í að borg­ar­stjóri geri af­drifa­rík mis­tök í starfi“

Gagnrýnir „embættisafglöp“ Dags borgarstjóra – „Hér stefn­ir í að borg­ar­stjóri geri af­drifa­rík mis­tök í starfi“