fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Röng skjámynd getur kostað belgíska dómsmálaráðherrann lífið

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. febrúar 2023 18:00

Vincent van Quickenborne. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vincent Van Quickenborne, dómsmálaráðherra Belgíu, verður að vera í felum með fjölskyldu sína. Hinir nýju valdamiklu kókaínbarónar Evrópu sitja um líf hans.

Í samtali við Norska ríkisútvarpið sagði hann að börnin hans hafi ekki getað sótt skóla og konan hans ekki stundað vinnu. Þetta hafi verið mjög erfitt.

Frá því síðasta haust hefur fjölskyldan búið á tveimur leynilegum stöðum en flutti aftur heim nú í janúar. „Við urðum að halda okkur innanhúss,“ sagði hann.

Fjölskyldan nýtur að sjálfsögðu verndar lögreglunnar og vegna öryggisráðstafana þá takmarkar hann fjölda opinberra viðburða sem hann sækir. Hann veitir aðeins viðtöl í gegnum fjarfundabúnað og gætir þess að bakgrunnurinn sé þannig að ekki sé hægt að sjá hvar hann er.

Í september fann lögreglan bíl nærri heimili ráðherrans í Kortrijk. Í honum var fjöldi sjálfvirkra skotvopna og bensínbrúsar. Fjórir Hollendingar voru handteknir vegna málsis en þeir höfðu í hyggju að ræna ráðherranum.

Í desember bárust nýjar morðhótanir og var fjölskyldan þá flutt á leynilegan stað.

„Þrátt fyrir það sem fjölskylda mín þarf að ganga í gegnum, þá er þetta þess virði. Við gefumst aldrei upp. Það er það sem glæpamennirnir vilja að þú gerir,“ sagði hann.

Þeir sem ógna ráðherranum og fjölskyldu hans eru meðlimir í Mocro-mafíunni sem hefur orðið sífellt valdameiri, ríkari og ofbeldisfyllri.

Ráðherrann segir að mafíur af þessu tagi séu meiri ógn gegn Evrópu en íslamskir hryðjuverkamenn. Vandamálið sé ekki einskorðað við Belgíu. Staðan sé svipuð í Hollandi og muni verða eins alvarleg í öðrum Evrópuríkjum: „Trúðu mér þegar ég segi þér þetta: Þetta verður vandamál í Frakklandi. Í Þýskalandi. Á Spáni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt