fbpx
Þriðjudagur 28.mars 2023
Eyjan

Búast við að eintak af fyrstu útgáfu af iPhone muni seljast á rúmar 7 milljónir króna á uppboði

Eyjan
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 18:30

Steve Jobs kynnir iphone-símann til leiks í janúar 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hófst uppboð  á eftirsóttum grip en um er að ræða fyrstu útgáfu af iPhone-síma frá árinu 2007. Áætlað verðmæti gripsins er rúmlega 7 milljónir króna, eða 50 þúsund bandaríkjadalir. Áður en tækniáhugamenn með söfnunaráráttu fara að hugsa sér of gott til glóðarinnar þá er rétt að geta þess að um er ræða síma sem er enn óopnaður í kassanum. CNN greinir frá.

Gripurinn, sem kostaði þá um 600 dollara, sem á núvirði er 120 þúsund, þótti mikið tækniundur á sínum tíma með 8,5 tommu skjá, 2 megapixla myndavél, tvær útgáfur af geymsluminni, 2GB og 4GB sem og aðgang að netinu sem og iTunes. Steve Jobs, forstjóri Apple, fullyrti að um sannkallaða byltingu væri að ræða þegar síminn fór í loftið og má segja að það hafi sannarlega verið raunin. Áhrif  símans og sambærilegra síma frá samkeppnisaðilum hafi verið þau að samskipti fólks gjörbreyttust auk þess sem markaðir fyrir sumar vörur hrundu, til að mynda myndavélar, mp3-spilara og ýmislegt annað.

Opnaði aldrei gjöfina

Það er húðflúrlistamaðurinn Karen Green sem er eigandi símans en hún fékk 8GB útgáfuna að gjöf á sínum tíma og opnaði aldrei hina forlátu gjöf . Green ræddi um tilvist símans í sjónvarpsviðtali árið 2019 en þá var verðmæti hans talið vera um 5 þúsund dollarar eða rúmlega 700 þúsund krónur.

Síðan þá virðist verðið hafa hækkað mikið. Svipaður sími var til að mynda seldur á 39 þúsund dollara, 5,5 milljónir króna, í október á síðasta ári hjá sama uppboðshadara, LCG Auctions.

Fyrir áhugasama Apple-safnara mun uppboðið standa ti 17. febrúar næstkomandi og hefst fyrsta boð í 2.500 dollurum eða 350 þúsund krónum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Samiðn handsalar samning við Orkuveitu Reykjavíkur

Samiðn handsalar samning við Orkuveitu Reykjavíkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ögmundur sakar íslensk stjórnvöld um misnotkun á hælisleitendakerfinu

Ögmundur sakar íslensk stjórnvöld um misnotkun á hælisleitendakerfinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vonlaus málstaður stjórnarmeirihlutans

Björn Jón skrifar: Vonlaus málstaður stjórnarmeirihlutans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví spyr hvað VG og Framsókn fái í sinn hlut fyrir að leyfa Sjálfstæðisflokknum að selja Íslandsbanka og Isavia?

Björn Leví spyr hvað VG og Framsókn fái í sinn hlut fyrir að leyfa Sjálfstæðisflokknum að selja Íslandsbanka og Isavia?
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR

Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR