fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Aðför borgarinnar að rótgrónni hverfamenningu vonbrigði og hneisa – „ERTU EKKI AÐ GRÍNAST Í MÉR!“

Eyjan
Föstudaginn 29. desember 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Opnunartími allra sundlauga í Reykjavík verður styttur um klukkustund um helgar. Breytingin tekur gildi frá og með 1. apríl á komandi ári, en stjórnendum sundlauganna var tilkynnt um fyrirhugaða breytingu í gær.

Þessi áform hafa vakið hörð viðbrögð sundunnenda, en þær sundlaugar sem hafa verið opnar til 22 á kvöldin munu nú skella í lás klukkan 21 um helgar, en opnunartími á virkum dögum verður óbreyttur.

Hvað er að gerast í þessari borg?

Leikarinn Ólafur Egill Egilsson vakti athygli á þessu á Facebook í gær þar sem hann spyr hvort borgin sé hreinlega að grilla í fólki. Ef satt reynist séu þetta gífurleg vonbrigði, einkum í ljósi þess að fyrir ekki svo löngu var barist fyrir því að fá opnunartímann lengdan. Ólafur segist í gær hafa rætt við sviðstjóra menningar- og íþróttasviðs hjá borginni og sá hafi í engu minnst á þessi áform, þó svo að fundur hans og Ólafs hafi fjallað um að draga til baka lokanir sundlauga um hátíðirnar á næsta ári. Líklega hafi sviðstjórinn ekki kært sig um að Ólafur vissi af þessu því hann var á leið í viðtal þar sem hann hefði klárlega vakið athygli á þessu  hneyksli.

Ólafur skrifaði:

„ERTU EKKI AÐ GRÍNAST Í MÉR! 

Þetta eru þvílík vonbrigði, eftir alla baráttuna fyrir lengdum opnunartíma um helgar fyrir nokkrum árum, og þetta er þvert á allan vilja sundlaugargesta og í engu samræmi við aðsókn. Hvað er að gerast í þessari borg?!?

Það eru líka vonbrigði að hafa rætt við Sviðsstjóra menningar og íþróttasviðs í dag um að draga til baka lokunum um hátíðirnar á næsta ári og hann minntist ekki einu orði á þetta nýjasta útspil. 

Sennilega svo ég hefði ekki færi á því að ræða það í viðtali við Stöð 2 sem ég fór í dag. 

Ömurlegt. 

Nú vil ég fá svör, Dagur B. Eggertsson, Skúli Helgason. Hvað gengur ykkur til?“

Sár vonbrigði og hneisa

Listakonan og varaþingmaðurinn Sara Oskarson tekur undir gagnrýnina. Hún skrifar í pistli sem birtist hjá Vísi í dag að þessum breytingum sé mótmælt, en hafin er undirskriftasöfnun til að skora á borgin að draga þessa breytingu til baka.

„Við mótmælum breytingum á opnunartíma sundlauga Reykjavíkur! 

Nú stendur til að skerða opnunartíma sundlauga í Reykjavík, bæði yfir hátíðirnar og um helgar! Þetta eru sár vonbrigði og ósættanlegt og þvert á vilja og aðsókn sundlaugargesta. Sundlaugarnar okkar eru þjóðargersemi og mikilvægar fyrir geðheilsu margra.“

Sara tekur fram að menningin í kringum íslenskar sundlaugar sé þekkt um heiminn allan og megi Íslendingar veri stoltir af því að einn helsti samkomustaður þeirra sé „heilsubótastaður í vatni“. Þar eru engin snjalltæki að berjast um athygli fólks, ekkert áfengi, engar auglýsingar og ekkert áreiti frá tónlist. Sundlaugar stuðli að hreyfingu, útiveru og leik barna og samveru fjölskyldna. Sund hafi forvarnargildi fyrir bæði börn og ungmenni en þar að auki séu allar skerðingar á þjónustu sundlauganna hneisa og í engum takti við vilja almennings. Þessar breytingar séu til þess gerðar að valda borgarbúum og fleirum skaða.

Ólafur Egill birti mótmæli fyrr í vikunni, en þá um fyrirhugaðar lokanir yfir hátíðirnar. Það sé hefð hjá mörgum að fara í sund á þessum tíma og hópur fastakúnna sem hafi komið saman áratugum saman í Vesturbæjarlaukinni, sem nú verður lokað. Þær laugar sem eru opnar séu það aðeins í skamman tíma þar sem ljóst sé að færri komist að en vilja. Allt í allt hafi opnunartími verið skertur á þessum dögum um 60 prósent á 2 árum sem sé ansi vel í lagt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben