fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Breytingar á framkvæmdastjórn Wise

Eyjan
Fimmtudaginn 28. desember 2023 14:54

Ragnar Már Magnússon og Stefán Þór Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upplýsingatæknifyrirtækið Wise hefur tilkynnt um breytingar á framkvæmdastjórn en fyrirtækið hefur ráðið Ragnar Má Magnússon inn sem framkvæmdastjóra ráðgjafasviðs. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að á sama tíma tekur Stefán Þór Stefánsson að sér nýtt hlutverk innan Wise og verður framkvæmdastjóri nýstofnaðs sölu- og markaðssviðs þar sem hann mun meðal annars halda utan um alla erlenda sölu og stýra verkefnum tengdum samstarfsaðilum Wise.

„Hjá okkur er viðskiptavinurinn ávallt í fyrsta sæti og við viljum styðja við stafræna vegferð þeirra með því að bjóða fyrsta flokks lausnir og þjónustu. Með þessum breytingum erum við að styrkja meginstoðir fyrirtækisins ríkulega og erum þar af leiðandi vel í stakk búin til þess að þjónusta okkar viðskiptavini og sækja enn frekar fram. Ragnar kemur inn með gríðarmikla reynslu á þessu sviði og viðskiptavinir okkar eru í góðum höndum hjá honum og hans teymi.” (Jóhannes Helgi Guðjónsson, forstjóri Wise.)

Ragnar hefur yfir 20 ára reynslu á sviði upplýsingatækni og hefur m.a. byggt upp greiningardeildir, stýrt hugbúnaðarþróun og leitt stafræn umbreytingarverkefni. Á meðal fyrirtækja sem Ragnar hefur áður starfað hjá eru Össur og Advania. Ragnar er með meistaragráðu í stjórnun með áherslu á þjónandi forystu frá Háskólanum á Bifröst ásamt því að vera með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

„Ég tekur auðmjúkur við nýju starfi og hlakka til að starfa með öllum þeim flottu sérfræðingum sem vinna hjá Wise. Ekki síður er ég spenntur fyrir því að vinna með viðskiptavinum okkar. Markmið okkar er að aðstoða fyrirtæki í hverju skrefi stafrænnar vegferðar, allt frá þarfagreiningu og innleiðingu viðeigandi lausna til áframhaldandi stuðnings og þjónustu. Okkar sérstaða liggur í því að hafa breitt vöruúrval og reynslumikla sérfræðinga sem hafa djúpa þekkingu á stafrænum lausnum fyrir rekstur fyrirtækja,“ er haft eftir Ragnari Má í fréttatilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu