fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Helstu styrktaraðilar Sjálfstæðisflokksins afhjúpaðir – Arnarlax, Samherji, Síldarvinnslan, Helgi í Góu og stór útgerðarfélög meðal hæstu framlaga

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 26. desember 2023 14:50

Valhöll. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisendurskoðun hefur birt ársreikning Sjálfstæðisflokksins fyrir árið 2022. Þar kemur fram að rekstrartekjur flokksins voru um 650 milljónir á síðasta ári og munaði þar mestu um framlög frá hinu opinbera, eða um 190 milljónir úr ríkissjóð og um 24 milljónir frá sveitarfélögunum, svo fjárframlög frá lögaðilum upp á um 46 milljónir, framlög og félagsgjöld frá einstaklingum upp á um 48,5 milljónir og svo söluverð byggingarréttar og annarra eigna upp á 234 milljónir. Að lokum voru aðrar tekjur um 108 milljónir.

Rekstrargjöld voru 540 milljónir, en helsti. kostnaður fór í prófkjör og kosningar, 180,6 milljónir, skrifstofu- og stjórnunarkostnað, 171 milljónir og svo funda- og kynningarkostnað, 91 milljón.

Flokkurinn á svo töluvert af eignum, en fasteignir voru metnar á um 1,2 milljarð við árslok og eigið fé var um 1,3 milljarðar.

Eigið fé og skuldir námi samtals um 1,78 milljarð.

 

Hæstu styrkir frá fyrirtækjum

Sjálfstæðisflokkurinn fékk rúmlega 46 milljónir í styrki frá lögaðilum árið 2022. Styrkirnir námu allt frá 10 þúsund krónum upp í 650 þúsund, en hér fyrir neðan má sjá hvaðan hæstu styrkirnir, 400 þúsund krónur eða hærra, komu. Eins er tekið fram hver eru skráð raunverulegir eigendur fyrirtækjanna samkvæmt fyrirtækjaskrá, en sú skráning tekur þó ekki fram alla hluthafa og er því ekki tæmandi talið hver eiga hlut í eftirfarandi fyrirtækjum.

Verkland ehf. -Eigandi er Ingi Már Ljótsson – 500.000  kr.

Þorbjörn hf. -Eigendur eru Gunnar Tómasson og Gerður Sigríður Tómasdóttir – 550.000 kr.

VGH- Mosfellsbæ ehf. -Eigendur eru Leifur Guðjónsson, Haraldur Hafsteinn Guðjónsson og Guðjón Haraldsson – 500.000 kr.

Urriðaholt ehf. -Eigendur Ólafur Helgi Ólafsson, Steindór Gunnlaugsson, Unnur Hafdís Arnardóttir, Sigurður Gísli Pálmason og Jón Pálmason -400.000 kr.

Tæki.is ehf. – Eigendur eru Ragnheiður Pálsdóttir og Þorsteinn A. Pétursson – 500.000 kr.

TM Tryggingar – Eigandi er SIgurður Viðarsson – 400.000 kr.

Snæból ehf. -Eigendur eru Finnur R. Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir- 550.000 kr.

Skinney- Þinganes hf. – Eigendur eru Gunnar Þorvaldur Ásgeirsson, Ingvaldur Ásgeirsson, Katrín Ásgrímsdóttir, Sigurður Ægir Birgisson og Margrét Ingólfsdóttir – 500.000 kr.

Síldarvinnslan hf. – Eigandi er Gunnþór Björn Ingvason  og stjórnarformaður er Þorsteinn Már Baldvinsson-  400.000 kr.

Sigla ehf. – Eigandi er Tómas Kristjánsson – 400.000 kr.

Samherji Ísland ehf. -Eigendur eru Kristján Bjarni Kristjánsson, Baldvin Þorsteinsson, Katla Þorsteinsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Dagný Linda Kristjánsdóttir og Katrín Kristjánsdóttir –  650.000 kr.

Reir verk ehf. -Eigendur eru Hilmar Þór Kristinsson og Rannveig Eir Einarsdóttir-  500.000 kr.

Rammi hf – Félag afskráð í júní, eigendur voru Gunnar Sigvaldason, Gunnar Svavarsson, Sigurgeir Svavarsson, Katrín Pétursdóttir og Steinunn H. Marteinsdóttir  -600.000 kr.

Ós ehf. – Eigendur eru Sindri Viðarsson og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson- 400.000 kr.

NX7 ehf. – Eigandi er Örvar Þorsteinsson – 550.000 kr.

Nesfiskur ehf. – Eigandi er Bergþór Baldvinsson – 400.000 kr.

Myllan-Ora ehf.- Eigandi er Guðbjörg M Matthíasdóttir – 550.000 kr.

Lýsi hf. – Eigandi er Katrín Pétursdóttir -400.000 kr.

Laxar Fiskeldi ehf. – Eigandi er Guðmundur Gíslason -450.000 kr.

KG Fiskverkun ehf. – Eigendur eru Daði Hjálmarsson og Fannar Hjálmarsson – 400.000 kr.

KFC ehf. – Eigandi er Helgi Vilhjálmsson – 650.000 kr.

Kemi ehf -Eigendur eru Hermann Sævar Guðmundsson og Bjarni Ármannsson- 400.000 kr.

Kaupfélag Skagfirðinga – Eigendur eru Bjarni Pétur Maronsson, Pétur Pétursson, Örn Albert Þórarinsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Guðrún Sighvatsdóttir, Þorleifur B. Hólmsteinsson  og Herdís Ásu Sæmundardóttir – 500.000 kr.

Juris slf. -Eigendur eru Halldór Jónsson, Andri Árnason og Sigurbjörn Magnússon- 650.000 kr.

Jakob Valgeir ehf. – Eigandi er Björg Hildur Daðadóttir – 400.000 kr.

HS Orka hf. -Eigendur eru Adrian John Pike, Heike Bergmann, Bjarni Þórður Bjarnason og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir – 650.000 kr.

Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. -Eigendur eru Einar Valur Kristjánsson og Kristján Guðmundur Jóhannsson – 550.000

Guðmundur Runólfsson hf. -Eigendur eru Edda Svava Kristjánsdóttir, Guðbjörg Hringsdóttir, Dóra Haraldsdóttir, Runólfur Guðmundsson , Kristján Guðmundsson, Hjördís H. Bjarnadóttir, Guðmundur Smári Guðmundsson, Móses Geirmundsson og Ragnheiður Þórarinsdóttir – 450.000 kr.

Gnitanes ehf. -Eigandi er Einar Örn Ólafsson – 550.000 kr.

Gjögur hf. – Eigandi er Ingi Jóhann Guðmundsson – 400.000 kr.

Fura ehf. -Eigandi er Haraldur Þór Ólason – 650.000 kr.

Fjarðarmót ehf. – Eigendur eru Benedikt Rúnar Steingrímsson, Óttar Arnaldsson og Hjálmar Rúnar Hafsteinsson – 415.000 kr.

Eskja hf. – Eigendur: Þorsteinn Kristjánsson og Björk Aðalsteinsdóttir –  650.000 kr.

Einhamar Seafood ehf.  Eigendur: Stefán Þór Kristjánsson og Helena Sandra Antonsdóttir- 550.000 kr.

Dráttarbílar vélaleiga ehf. -Eigandi: Marinó Pálmason –  500.000 kr.

Brim hf., áður HB Grandi – Stærsti hluthafi er Útgerðarfélag Reykjavíkur – 550.000 kr.

Borgarverk ehf.  Eigandi – Kristinn Sigvaldason- 650.000 kr.

Arnarlax ehf. – Eigandi skv. fyrirtækjaskrá er Kjartan Ólafsson –  500.000 kr.

Arctic Protein ehf. – Eigandi skv. fyrirtækjaskrá er Kjartan Ólafsson – 500.000 kr.

Algalíf Iceland ehf. – Eigendur eru Kenneth Frode Goovaerts Bern og Andres Kongsgaard Flaaten –  650.000 kr.

Akurhólar ehf. – Eigendur eru Bent Larsen Fróðason og Snorri Sigurðsson – 400.000 kr.

1912 ehf. – Eigendur eru Ari Fenger og Björg Fenger –  550.000 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben