fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Eyjan

Eins og þurfa að borga fimmtíu kall aukalega af því að mjólkin hækkaði úti í búð í gær

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 10:00

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst rosalega undarlegt að það sé hægt að ganga inn í þar til gerða samninga, þegar gerða lánasamninga, og hækka vextina,“ sagði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í gær.

Þá fór fram sérstök umræða um afleiðingar hárra vaxta fyrir heimilin í landinu. Málshefjandi var Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og tók fjöldi þingmanna þátt í umræðunum.

Björn Leví sagði furðu sæta að samningar sem viðskiptavinir fjármálastofnana gerðu tækju breytingum eftir því hvernig vindar blása í efnahagslífinu.

„Ég fer og geri samning og fæ lán á 5% vöxtum og svo kemur einhver annar seinna og segir: Heyrðu, nei, þú átt að borga 10% vexti. Fyrirgefðu, ég samdi bara um 5% vexti, hvað er í gangi,“ spurði Björn Leví og greip til samlíkingar.

„Þetta er svona svipað og maður fari út í búð og kaupi mjólk á 200 kall, voðalega gaman, og setur hana í ísskáp. Daginn eftir ætlar maður að setja hana út á morgunkornið en þá þarf maður að borga fimmtíu kall aukalega af því að mjólkin hækkaði úti í búð. Mér finnst þetta rosalega skrýtið. Þetta er mjög skrýtin efnahagshugsun; krónan varð verðminni, það varð verðbólga, og þar af leiðandi krónurnar sem ég er að nota til þess að borga fyrir lánið og því þarf ég fleiri krónur til að borga sömu verðmæti.“

Björn Leví bætti svo við:

„Svo er lánið verðtryggt líka þannig að það er einhvern veginn tvöföld notkun á þessum verðminni krónum sem ég er að vesenast með.“

Hann segir að það sé vonlaust að ná einhverjum stöðugleika við þessar aðstæður.

„Þetta er gott dæmi um það hvernig stöðugleikinn, sem er alltaf verið að básúna fram og til baka að sé svo rosalega mikilvægur fyrir okkur — að það sé hægt að seilast inn í ráðstöfunartekjur heimilanna eftir á. Það fylgir því enginn fyrirsjáanleiki fyrir fólk að gera lánasamning með ákveðnum afborgunum til 30, 40 ára og svo allt í einu eftir ár er búið breyta því hversu mikið af ráðstöfunartekjunum fer í lánið. Ég geri samning um að ég borgi 200.000–300.000 kall af láninu og næsta ár eru þetta allt í einu orðnar 400.000 kr. Af hverju? Hvernig er það sanngjarnt miðað við allt annað sem við kaupum? Þetta er ekkert öðruvísi og það er mjög skrýtið að við séum að reyna að kalla það að við séum að reyna að halda einhverjum stöðugleika í þessu efnahagskerfi þegar grunnhagstærðin fyrir heimilin, sem er í rauninni bara húsið, heimilið og nauðsynjavörur, er háð þessum duttlungum að geta seilst inn í og breytt verðinu eftir á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson skrifar: Stjórnleysi og skattar

Sigmar Guðmundsson skrifar: Stjórnleysi og skattar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Írar saka Íslendinga um rányrkju á makríl – Óttast að íslenskum skipum verði hleypt í lögsöguna

Írar saka Íslendinga um rányrkju á makríl – Óttast að íslenskum skipum verði hleypt í lögsöguna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórn Marel hafnar óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT Corporation um mögulegt tilboð

Stjórn Marel hafnar óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT Corporation um mögulegt tilboð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gengst við óhóflegri drykkju og dólgslátum – „Þetta mál er mér ekki til sóma og mér þykir það mjög leiðinlegt“

Gengst við óhóflegri drykkju og dólgslátum – „Þetta mál er mér ekki til sóma og mér þykir það mjög leiðinlegt“