fbpx
Föstudagur 08.desember 2023
Eyjan

Björn skorar á fólk að slíta viðskiptum við Rapyd – „Viljum við senda þessum manni og fyrirtæki hans peninga?“

Eyjan
Sunnudaginn 19. nóvember 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndagerðamaðurinn Björn B. Björnsson hvetur Íslendinga til þess að stíga niður fæti og hætta viðskiptum við fjártæknifyrirtækið Rapyd sem er umsvifamikið í færsluhirðingu hérlendis. Þetta kemur fram í aðsendri grein Björns á Vísi nú fyrir stundu. 

Rapyd kom inn á íslenska markaðinn með kaupum á Valitor af Arion banka árið 2021 en fyrirtækið er ísraelskt og hefur það vakið nokkra athygli að forstjóri þess, Ari x, er eindreginn stuðningsmaður hernaðaraðgerða Ísraelshers á Gasa og Vesturbakkanum. Árásum „þar sem vopnlaust fólk er drepið í þúsundavís og heimili, skólar og aðrir innviðir lagðir í rúst með sprengjuregni frá einu öflugasta herveldi heims,“ skrifar Björn.

Ólíklegt að stjórnvöld láti undan þrýstingi

Telur Björn að almenningur á Íslandi styðji kröfu um tafarlaust vopnahlé eins og almenningur í Bandaríkjunum og flestum löndum heims gerir. „Það sama verður ekki sagt um þá sem almenningur kaus til að fara með völdin í sínu nafni. Valdhafarnir hafa slegið skjaldborg um Ísrael og í því skjóli heldur þessi hryllingur áfram eins og ekkert sé,“ skrifar Björn.

Hann segir að almenningur hafi fá úrræði í höndunum til að stíga niður fæti enda sé ólíklegt að stjórnvöld láti undan þrýstingi um að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og beita landið viðskiptaþvingunum, eins og gert var við Rússa í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu.

Segir Björn að almenningur geti sýnt stuðning sinn í verki með því að beina viðskiptum sínum frá ísraelskum fyrirtækjum sem styðja manndrápin á Gasa. Bendir hann á að forstjórinn, Arik Shtilman, sé yfirlýstur stuðningsmaður aðgerðanna og hafi lýst því yfir að Rapyd standi með Ísraelsher.

„Þurfum að láta þau vita að við viljum ekki viðskipti við Rapyd“

„Forstjóri og aðaleigandi fyrirtækisins segir engu skipta hver kostnaðurinn af stríðinu verði í drápum á óbreyttum borgurum. Takk fyrir. Viljum við senda þessum manni og fyrirtæki hans peninga í hvert skipti við notum posa? Ég segi nei takk. En til þess að við fáum ekki nafn þessa fyrirtækis upp á skjáinn í hvert sinn sem við notum posana þurfa þau fyrirtæki sem skipta við Rapyd að skipta um færsluhirði. Það eru íslensk fyrirtæki sem gera það sama og Rapyd svo það er ekkert vandamál að skipta. En til að það gerist þurfum við látum þau vita að við viljum ekki viðskipti við Rapyd,“ skrifar Björn.

Hvetur hann lesendur til að hringja í og skrifa til fyrirtækja sem versla við Rapyd um að hætta viðskiptum við fyrirtækið.  „Beinum viðskiptum okkar til fyrtækja sem ekki skipta við Rapyd og deilum upplýsingum um þessi fyrirtæki á samfélagsmiðlum. Þannig getum við þrýst á að gengdarlaus morð á börnum og saklausu fólki taki einhvern enda,“ skrifar Björn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Aðventutónleikar Flugfreyjukórsins verða í Laugarneskirkju annað kvöld – aðgangur ókeypis!

Aðventutónleikar Flugfreyjukórsins verða í Laugarneskirkju annað kvöld – aðgangur ókeypis!
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Evran hefur reynst okkur vel

Thomas Möller skrifar: Evran hefur reynst okkur vel
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Aðgát skal höfð í nærveru sálar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þetta er ákvörðun um óréttlæti á Íslandi, segir Þorgerður Katrín – tekur hatt sinn ofan fyrir Vilhjálmi

Þetta er ákvörðun um óréttlæti á Íslandi, segir Þorgerður Katrín – tekur hatt sinn ofan fyrir Vilhjálmi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristinn sakar Bubba Morthens um tvískinnung – Ýjar að því að hann hafi leyft skuggapenna að nota nafn sitt

Kristinn sakar Bubba Morthens um tvískinnung – Ýjar að því að hann hafi leyft skuggapenna að nota nafn sitt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Það er svolítið nýtt og óvænt að gerast í bandarískum stjórnmálum – Getur skipt miklu máli í kosningunum á næsta ári

Það er svolítið nýtt og óvænt að gerast í bandarískum stjórnmálum – Getur skipt miklu máli í kosningunum á næsta ári