Friðrik Ársælsson hefur verið ráðinn forstöðumaður lögfræðirráðgjafar Arion banka og er um nýja stöðu að ræða innan bankans. Lögfræðiráðgjöf heyrir undir nýjasta svið bankas, rekstur og menningu.
Friðrik hefur starfað innan Arion síðan 2019, nú síðast sem aðstoðaryfirlögfræðingur. Áður var Fiðrik eigandi í lögmannsstofunni Rétt og sat eins í stjórn Fjármálaeftirlitsins árin 2014-2019. Hann er samhliða aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands þar sem hann hefur meðal annars kennt félagarétt, fjármálamarkaðsrétt og eins hefur hann verið leiðbeinandi fjölda meistararitgerða. Friðrik er, auk lögfræðimenntunar, með meistaragráðu í félaga- og verðbréfamarkaðsrétti frá Harvard.