fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Yfir 150 konur mættu á glæsilegan mentor-viðburð FKA Framtíðar

Eyjan
Mánudaginn 13. nóvember 2023 13:34

Maríanna Finnbogadóttir, Sigríður Inga Svarfdal, Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir, Sjöfn Arna Karlsdóttir, Ester Sif Harðardóttir, Karlotta Halldórsdóttir og Addý Hrafnsdóttir. Mynd/Silla Páls

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsfylli var í húsakynnum Sjóvá þegar hraðstefnumót mentor verkefnis FKA Framtíðar fór fram í síðustu viku. Þetta er í sjöunda skipti sem FKA Framtíð stendur fyrir verkefninu, en aldrei hafa jafn margar konur tekið þátt eða hátt í 160 talsins. Um er að ræða nokkurra mánaða verkefni sem lýkur í vor.

Júlía Magnúsdóttir, Hafdís Guðnadóttir, Berglind Björg Harðardóttir, Harpa Vífilsdóttir og Brynja B. Gröndal. Mynd/Silla Páls

Mentor Verkefni FKA Framtíðar gengur út á að gefa konum í atvinnulífinu, sem hafa áhuga á að eflast og vaxa í starfi, kost á því að læra af reynslumiklum leiðtoga konum og hefja með þeim mentor samstarf. Á hraðstefnumótinu hittast allir þátttakendur og þar reyna konurnar að kynnast hver annarri á svokölluðu hraðstefnumóti.

Herdís Pála Pálsdóttir. Mynd/Silla Páls

Herdís Pála Pálsdóttir, einn af eigendum Opus Futura, er verndari mentor verkefnisins í vetur. Á hraðstefnumótinu fór hún yfir fyrirkomulag mentor samstarfs með hópnum og minnti á að það eru ekki einungis þær reynsluminni sem eru að læra af sínum mentor, heldur nýtist verkefnið heldur betur vel á báða bóga.

Sigríður Vala Halldórsdóttir og Elín Þórunn Eiríksdóttir. Mynd/Silla Páls

Elín Þórunn Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri tjónaþjónustu hjá Sjóvá og Sigríður Vala Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Sjóvá buðu konurnar velkomnar. Þær hvöttu konurnar til þess að efla tengslanetið og ræddu meðal annars um hvernig þær hafa nýtt tengslanet og speglað sig við aðra kvenkyns stjórnendur í gegnum tíðina.

Elín Þórunn Eiríksdóttir, Sandra Ýr Pálsdóttir og Ósk Heiða Sveinsdóttir. Mynd/Silla Páls

Það hafa líklega sjaldan verið jafn margar konur saman komnar á efstu hæðinni í höfuðstöðvum Sjóvá við Kringluna. Reynslumeiri konurnar sátu sem fastast í sínum sætum allan tímann og við fengum þær sem voru að sækjast eftir mentor til þess að færa sig á milli sæta eins og gengur og gerist á hraðstefnumótum. Það var eiginlega alveg ótrúlegt að upplifa orkuna í salnum á meðan að á stefnumótinu stóð! Við erum endalaust þakklátar fyrir það að Sjóvá hafi boðið okkur að halda viðburðinn hjá sér, því salurinn þeirra hentaði alveg einstaklega vel fyrir svona hraðstefnumóts fyrirkomulag,“ Segir Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir, formaður FKA framtíðar.

Unnur Ýr Kristjánsdóttir og Greta Lind Kristjánsdóttir. Mynd/Silla Páls
Kolbrún Ýr Jónsdóttir, Hildur Æsa Oddsdóttir, Bergþóra Halldórsdóttir og Erna Eiríksdóttir. Mynd/Silla Páls
Erla Ósk Ásgeirsdóttir. Mynd/Silla Páls
Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir og Eva María Hallgrímsdóttir. Mynd/Silla Páls
Elinóra Inga Sigurðardóttir og Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir. Mynd/Silla Páls
Kristrún Dröfn Jóhannsdóttir og Sesselía Birgisdóttir. Mynd/Silla Páls
Guðlaug Sigurðardóttir, Hildur Ottesen, Ester Sif Harðardóttir, Maríanna Finnbogadóttir, Elfa Björg Aradóttir, Svan­hild­ur Jóns­dótt­ir og Anna Bjarney Sigurðardóttir. Mynd/Silla Páls
Dóra Björk Þrándardóttir, Kolbrún Birna Bjarnadóttir og Ólöf Stefánsdóttir. Mynd/Silla Páls
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“