fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Þess vegna steig Árni Oddur til hliðar – Ósáttur við Arion banka sem leysti til sín hlutabréf hans

Eyjan
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 19:23

Árni Oddur Þórðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá fyrr í kvöld hefur Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel undanfarinn áratug, ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri félagsins. Um er að ræða stór tíðindi í viðskiptalífinu enda Marel stærsta og öflugasta fyrirtæki landsins.

Árni Oddur hefur nú sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hann greinir frá því að hann hafi stigið til hliðar vegna réttaróvissu sem hefur myndast í deilu hans við Arion banka. Bankinn leysti til sín í lok október hlutabréf Árna Odds í Eyri Invest, sem er leiðandi fjárfestir í Marel. Segir Árni Oddur að sú aðgerð sé „hvorki  í samræmi við samninga, lög né viðteknar venjur.“

„Aðgerð Arionbanka hefur verið mótmælt af lögmönnum mínum og málið kynnt Fjármálaeftirlitinu. Ásamt lögmönnum mínum mun ég nú einbeita mér að því að fá skýrleika í málið og að leysa úr þessari réttaróvissu.  Til að lágmarka líkur á því að þessi staða sem upp er komin skaði Marel, sem mér er svo kært, hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri. Mér er ljúft að segja, að skarð mitt verður auðfyllt, þar sem Marel hefur á að skipa einstökum hópi hæfileikaríks starfsfólks. Ég mun gera allt til að ná farsælli lausn mála og vonast til að geta tekið þátt í framtíðar verðmætasköpun Marel sem hluthafi í félaginu,“ segir Árni Oddur í tilkynningunni.

Hér má lesa tilkynningu Árna Odds í heild sinni:

Ég hef tilkynnt stjórn Marel að ég hyggist láta af störfum sem forstjóri Marel eftir 10 ára starf en áður var ég stjórnarformaður félagsins í átta ár.

Við faðir minn, Þórður Magnússon, komum inn í hluthafahóp Marel fyrir tæpum tuttugu árum og höfum verið leiðandi fjárfestar í Marel sem stærstu hluthafar í Eyrir Invest. Á þessum tíma hefur vegferð Marel verið ævintýri líkust, félagið er heimsleiðtogi á sviði lausna, hugbúnaðar og þjónustu í matvælaiðnaði. Marel hefur vaxið frá því að vera með 700 starfsmenn og 130 milljónir evra í árlegar tekjur yfir í alþjóðlegt fyrirtæki með starfsstöðvar um allan heim, 7.500 starfsmenn og 1,7 milljarða evra í árlegar tekjur. Á sama tíma hafa þjónustutekjur farið úr 10% í yfir 40% af heildartekjum. Marel er í fararbroddi í nýsköpun og sjálfbærni og hefur lagt lóð á vogarskálarnar til að umbylta matvælaframleiðslu í heiminum. Marel hefur verið fyrirmynd í viðskipta- og sprotaumhverfi á Íslandi og hefur stutt íslenskan sjávarútveg til aukinnar sjálfbærni og arðsemi.

Hluthafar félagsins hafa notið góðs af þeim árangri sem náðst hefur, en árleg meðalávöxtun, þar á meðal hjá íslenskum lífeyrissjóðum og almenningi, hefur verið yfir 10%. Þó að síðasta ár hafi verið viðskiptavinum krefjandi vegna ytri aðstæðna, þá var unnið að öflugri viðspyrnu innan félagsins og sáust þess skýr merki í nýjasta uppgjöri félagsins þar sem kostnaðargrunnur hefur lækkað mikið, sjóðsstreymi er gríðarlega sterkt og greinendur á markaði eru sammála um að félagið sé verulega undirverðlagt. 

Ástæðan fyrir því að ég stíg til hliðar sem forstjóri Marels á þessum tímapunkti er sú réttaróvissa sem skapast hefur vegna aðgerða Arionbanka sem eru hvorki í samræmi við samninga, lög né viðteknar venjur, en bankinn hefur leyst til sín hlutabréf mín í Eyri Invest, sem er leiðandi fjárfestir í Marel. Arionbanki greip til þeirra aðgerða þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánasamnings míns við bankann hafi verið fullnægt af minni hálfu, en ég hef átt í viðræðum við bankann síðustu vikur, sem ég taldi vera í fullu trausti, og gekk svo langt að leggja allar mínar eigur undir til að tryggja að veðhlutfall lánsins næmi tvöfaldri fjárhæð í lánasamningi. Á síðustu stundu bætti bankinn við óaðgengilegum kröfum umfram skilmála lánasamnings, hafnaði innágreiðslu upp á 335 milljónir króna og kaus að leysa bréfin til sín frekar en að efna lánasamninginn. Bréfin leysti bankinn til sín á undirliggjandi virði eigna skv. lánasamningi 31.október, gjaldfelldi lánið en hefur enn ekki skilað umframvirði eigna.

Aðgerð Arionbanka hefur verið mótmælt af lögmönnum mínum og málið kynnt Fjármálaeftirlitinu. Ásamt lögmönnum mínum mun ég nú einbeita mér að því að fá skýrleika í málið og að leysa úr þessari réttaróvissu. 

Til að lágmarka líkur á því að þessi staða sem upp er komin skaði Marel, sem mér er svo kært, hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri. Mér er ljúft að segja, að skarð mitt verður auðfyllt, þar sem Marel hefur á að skipa einstökum hópi hæfileikaríks starfsfólks. Ég mun gera allt til að ná farsælli lausn mála og vonast til að geta tekið þátt í framtíðar verðmætasköpun Marel sem hluthafi í félaginu.

Eftir stendur, að á þessum tímamótum er ég fullur þakklætis fyrir þann tíma sem ég hef leitt Marel. Ég deili skoðun erlendra greinenda sem meta hlutabréf félagsins verulega undirverðlögð og mæla sterklega með kaupum. Ég er óendanlega stoltur af því sem öflugur starfsmannahópur félagsins hefur áorkað saman og veit að Marel mun vaxa og dafna og halda áfram að leiða framþróun í matvælaframleiðslu í heiminum.

Árni Oddur Þórðarson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi