fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Bjarni veitir Katrínu pólitískan löðrung – Segir ráðuneyti hennar hafa átt að vita af hjásetunni

Eyjan
Mánudaginn 30. október 2023 13:17

Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, rak samherja sínum Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sannkallaðan pólitískan löðrung nú fyrir stundu. Sagði hann að ráðuneyti Katrínar hefði verið upplýst um með hvaða hætti sendinefnd Íslands myndi greiða í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna varðandi vopnahlé á Gaza.

Sú ákvörðun Íslands að sitja hjá í atkvæðagreiðslunni hefur vakið mikla reiði en í gær sagði Katrín að ekkert samráð hefði verið haft við hana varðandi hjásetuna.

„Í fyrsta lagi þá tel ég að við höfum verið að framfylgja þeirri stefnu sem að við höfum verið sammála um og ég sé ekki að það sé neinn áherslumunur í sjálfu sér á þeim skilaboðum sem við stöndum saman um í þessari ríkisstjórn að senda út frá okkur. Forsætisráðuneytið var upplýst um það með hvaða hætti atkvæði yrðu greidd við þessa atkvæðagreiðslu og eins líka hafði forsætisráðuneytið fengið send drög að ræðu sem til stóð að flytja,“ sagði Bjarni í samtali við RÚV sem fjallar ítarlega um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben