Skiptum er lokið í þrotabúi T1979 ehf, áður Toppfiskur ehf. Félagið var úrskurðað gjaldþrota þann 29. mars 2019 en skiptum var lokið rúmu fjóru og hálfu ári síðar, þann 5. október 2023.
Lýstar kröfur í þrotabúið voru kr. 1.143.286.963 en alls fengust rúmar 241 milljónir króna upp í veð- og forgangskröfur. Allar veðkröfur, alls um 216 milljónir króna, fengust greiddar en aðeins tæpar 27 milljónir upp í 170 milljón króna forgangskröfur. Ekkert fékkst upp í almennar kröfur, alls um 693 milljónir króna og eftirstæðar kröfur upp á um 3 milljónir króna.
Rúmlega 40 manns misstu vinnuna þegar fiskvinnslufyrirtækið var lýst gjaldþrota á sínum tíma. Um var að ræða fjölskyldufyrirtæki en hluthafar félagsins við gjaldþrot þess voru fjórir; Jón Steinn Elíasson framkvæmdastjóri var með 85% hlutafjár og Laufey Eyjólfsdóttir, Lovísa Guðbjörg Ásgeirsdóttir og Anna Marta Ásgeirsdóttir með 5% hver.