fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

„Það kem­ur stjórn­völd­um ekk­ert við hvað fólk ger­ir í sum­ar­frí­inu sínu“

Eyjan
Föstudaginn 20. október 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir að þær risasveiflur sem íslenskum heimilum er boðið upp á séu ekki náttúrulögmál.

Hanna Katrín gerir þetta að umtalsefni í grein sinni í Morgunblaðinu í dag og rifjar upp hvernig tímarnir hafa breyst hér á landi frá því hún var ung stúlka.

„Ég til­heyri kyn­slóð sem óx úr grasi án internetsins. For­eldr­ar mín­ir gengu til dæm­is ekki frá fjár­mál­um sín­um í gegn­um sím­ann held­ur sátu um hver mánaðamót við eld­hús­borðið og breiddu úr reikn­ing­un­um. Svo var reiknað. Eitt árið náðu þau að reikna fjöl­skyld­una í sum­ar­frí til Spán­ar. Ég man ekki til þess að seðlabanka­stjóri eða stjórn­völd hafi haft sér­staka skoðun á því. Og þó var óðaverðbólga og allt of sveiflu­kennt efna­hags­ástand líka rík­ur þátt­ur æsku minn­ar,“ segir Hanna Katrín og bætir við:

„Það kem­ur stjórn­völd­um auðvitað ekk­ert við hvað fólk ger­ir í sum­ar­frí­inu sínu. Það er hins veg­ar verk­efni þeirra að búa svo um hnút­ana að fólk geti ráðið mál­um sín­um þannig að það eigi þess kost að fara í frí. Að tryggja að all­ur þorri al­menn­ings sjái ekki pen­ing­ana sína brenna til ösku á verðbólgu­bál­inu eða hverfa vegna sér­ís­lenskr­ar glóru­lausr­ar vaxta­byrði.“

Hanna Katrín segist ekki telja að um það sé deilt að núverandi ríkisstjórn fái enga toppeinkunn fyrir það verkefni.

„Hag­fræði eld­húss­borðsins hef­ur ekki verið þeim of­ar­lega í huga. Hver hef­ur enda tíma fyr­ir slíkt í miðjum stóla­leik? Þegar það þarf að búa til glær­ur til að hæðast að sam­ráðherr­um með skeyt­um sem missa reynd­ar al­gjör­lega marks. Eða þegar það þarf að ríf­ast inn­byrðis en samt mjög op­in­ber­lega um hval­veiðar. Ríf­ast um orku­mál. Um mál­efni inn­flytj­enda. Og svo fram­veg­is.“

Á meðan á þessu stendur, segir Hanna Katrín að fólk haldi áfram að sinna sínu og standa við skuldbindingar sínar á allan mögulegan máta.

„Hlust­ar á ráðlegg­ing­ar seðlabanka­stjóra og stjórn­valda um að lengja bara í lán­um, spara við sig, ganga á sparnað, vera nægju­söm, þol­in­móð og þæg. Vinna meira og sleppa Tene.“

Hún segir að stjórnmálin verði að eiga eitthvað annað í pokahorninu.

„Til að bregðast við þeim bráðavanda sem fjöldi heim­ila stend­ur frammi fyr­ir núna og ekki síst til að koma í veg fyr­ir að vaxta­okrið og verðbólgu­brjálæðið end­ur­taki sig aft­ur og aft­ur. Engri rík­is­stjórn ís­lensku krón­unn­ar hef­ur tek­ist að finna raun­veru­leg svör. Enda­laus­ar til­raun­ir til þess hafa hins veg­ar reynst heim­il­um lands­ins og flest­um fyr­ir­tækj­um dýr­keypt­ar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins

Egill rýnir í kosningaúrslitin – Afhroð vinstrisins og stórtap Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu