fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Breytingar í framkvæmdastjórn TM

Eyjan
Fimmtudaginn 19. október 2023 09:16

Fríða Ásgeirsdóttir Mynd/Marino Thorlacius

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TM hefur ráðið Fríðu Ásgeirsdóttur sem framkvæmdastjóra markaðsmála og sölu. Fríða var áður forstöðumaður markaðsdeildar í samstæðu Kviku banka og markaðsstjóri TM. Fríða er með BSc. gráðu í sálfræði með áherslu á markaðsfræði frá Háskóla Íslands.

Garðar Þ. Guðgeirsson hefur einnig verið ráðinn framkvæmdastjóri stefnu og áhættu. Garðar var áður forstöðumaður stefnumótunar hjá samstæðu Kviku og framkvæmdastjóri hjá TM 2008 til 2021. Hann er með BSc. gráðu í rafmagnsverkfræði, MSc. í hugbúnaðarverkfræði og MBA.

Garðar Guðgeirsson Mynd/Marino Thorlacius

Þá mun Kjartan Vilhjálmson sem hefur síðustu ár verið forstöðumaður lögfræðiþjónustu TM taka sæti í framkvæmdastjórn yfir lögfræðiþjónustu og vöruþróun. Áður var Kjartan framkvæmdastjóri hjá TM 2008-2021. Kjartan útskrifaðist með embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands og hefur lokið málflutningsprófi fyrir héraðsdómi.

Kjartan Vilhjálmsson Mynd/Marino Thorlacius

Áður heyrðu verkefni ofangreindra sviða undir deild skrifstofu forstjóra, sem samhliða þessum breytingum hefur verður lögð niður. Framkvæmdastjórn TM skipa nú auk Birkis Jóhannssonar forstjóra: Björk Viðarsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustu, Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóra fyrirtækjaþjónustu og Óskar B. Hauksson framkvæmdastjóra fjármála og stafrænna lausna.

„Ný framkvæmdastjórn TM er skipuð öflugu teymi stjórnenda sem öll búa yfir víðtækri reynslu og færni. Þau ásamt öðru starfsfólki gera félagið enn sterkara til þess að ná árangri og veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi ráðgjöf og tjónaþjónustu,“ er haft eftir Birki Jóhannssyni, forstjóri TM.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn