fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Kolbrún fær það óþvegið frá Gunnari Smára eftir pistil hennar í Mogganum um helgina

Eyjan
Mánudaginn 16. október 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, var ekki ánægður með skrif Kolbrúnar Bergþórsdóttur, blaðamanns Morgunblaðsins, um helgina.

Kolbrún skrifaði pistil í blaðið um blóðbaðið sem nú á sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs Þegar hryðjuverk verða sjálfsvörn var fyrirsögn greinarinnar og í henni fjallaði hún að stóru leyti um árás Hamas-liða á óbreytta borgara í Ísrael sem var kveikjan að yfirvofandi innrás Ísraelshers á Gaza-svæðið.

Alls kyns réttlætingar

„Hryðjuverkasamtökin Hamas réðust til atlögu í Ísrael og myrtu um þrettán hundruð saklausra borgara. Tvö hundruð og sjötíu manneskjum var slátrað á tónlistarhátíð, meirihlutinn ungt fólk,“ sagði Kolbrún meðal annars og sagði að það ætti ekki að vefjast fyrir fólki að fordæma grimmdarverk eins og þessi.

„Einhverjum finnst það greinilega erfitt. Alls kyns réttlætingar hafa heyrst á þessum viðbjóðslegu hryðjuverkum. Einn segir að þarna hafi borgarar Palestínu verið að verja sig. Annar orðar það svo að fórnarlömb Ísraela hafi verið að svara fyrir sig. Einhverjir tala um löglega sjálfsvörn. Einnig er hneykslast á yfirlýsingu utanríkisráðherra þar sem grimmdarverk Hamas eru fordæmd og hún sögð dæmi um hatur í garð Palestínumanna. Og svo urðum við mörg vitni að því í Kastljósþætti þegar þessum atburðum var fagnað,“ sagði Kolbrún meðal annars.

Segir hana snúa út úr ummælum fólks

Gunnar Smári tjáði sig um pistilinn á Facebook-síðu Guðmundar Ólafssonar, hagfræðings og fyrrverandi lektors, sem deildi skrifum Kolbrúnar og tók undir með henni.

Gunnar Smári sagði að pistill Kolbrúnar væri ekki góður.

„Fyrst ætlar hún öllum sem ekki styðja ríkisstjórn Ísrael að styðja í hryðjuverk og morð. Sem er skrítið því engin ríkisstjórn stendur fyrir jafn mörgum morðum og hryðjuverkum og sú í Ísrael. Hún snýr út úr andmælum gegn því að þessi ríkisstjórn hafi ekki aðeins rétt til hefnda heldur beri skylda til að ráðast að tveimur milljónum manna sem búa á Gaza, sprengja og myrða, skrúfa fyrir eldsneyti, vatn, mat og vistir, hrekja fólkið af heimilum sínum, taka rafmagn af sjúkrahúsum og sprengja upp sjúkrabíla. Hún heldur því fram að með því að fagna þessu ekki sé fólk að styðja hryðjuverk. Svo reynir hún sjálf að mjálma eitthvað í lokin um að víxlverkun hefndarinnar leiði ekki til annars en hörmunga. Líklega er tillagan sú, eins og er stefna ríkisstjórnar Íslands, að Ísraelsstjórn hafi rétt á að drepa 30 Palestínumenn fyrir hvern Ísraelsmann sem fellur, eins og staða hefur verið undan farna áratugi. Kenningin virðist vera sú að það sé skylda Palestínumanna að kyngja þessu ofbeldi. Ofan á hernámið og skert mannréttindi, kúgun, niðurlægingu. Sem lögð er ofan á þjófnað á landi,“ sagði Gunnar Smári og hélt áfram:

„Kolbrún talar mikið um hatur en er sjálf hatursfull og illgjörn, snýr út úr ummælum fólks og skoðunum, til að teikna upp einhverja ógn hér innanlands, af fólki sem á að vera hættulegt en hefur ekkert gert af sér annað en vera ekki sömu skoðunar og Kolbrún sem ætíð styður ríkisstjórnir í blindni, dáir bresku konungsfjölskylduna, styður hernað Bandaríkjanna og Vesturveldanna gegn öllum þjóðum, þeim sem eru öðruvísi á litinn. Hún talar svo fjálglega um Vesturlönd sem vöggu lýðræðis, menningar og siðferðis. Allt eru þetta sjónarmið hvítrar yfirburðarhyggju sem er svo baneitruð að hún leysir ekki bara upp alla skynsemi heldur er í ofan á lag svo leiðinleg að maður sofnar vanalega í annarri málsgrein. Það sem heldur fyrir manni vöku er falsvonin um að á endanum hljóti að koma frumleg hugsun. En það gerist aldrei.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“