fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Bergþór svartsýnn: „Hvaða steinn ætli verði tek­inn næst og lagður í götu Sunda­braut­ar?“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. október 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þeir sem raun­veru­lega vilja tryggja að Sunda­braut verði lögð skulu því gæta sín á þess­um leik borg­ar­stjóra og innviðaráðherra,“ segir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í síðustu viku stóð Vegagerðin fyrir morgunfundi um Sundabraut þar sem fyrirhuguð framkvæmd var kynnt, ásamt áherslum í komandi umhverfismati. Kom fram að áætlaður framkvæmdatími væri á árunum 2026 til 2031. Bergþór segir að það sé til bóta að enn annar tjaldhællinn hafi verið rekinn niður í þessari vinnu.

„Fram til þessa hafa all­ir stein­ar sem menn hafa fundið verið lagðir í götu þessa verk­efn­is. Landsvæðið und­an heppi­leg­ustu veg­línu Sunda­braut­ar var selt með hraði til verk­taka fyr­ir íbúðabyggð svo sú leið varð ófær. Byggð hef­ur verið þrengt upp að áætlaðri veg­línu í Gufu­nes­inu, stæðileg­ustu „bráðabirgða“-hús­um hef­ur verið komið fyr­ir í veg­stæðinu og svo mætti lengi telja,“ segir Bergþór og heldur áfram:

„Það er því ekki skrýtið að maður stoppi við og hugsi – hvaða steinn ætli verði tek­inn næst og lagður í götu Sunda­braut­ar? Hvernig verður næst komið í veg fyr­ir þessa arðsöm­ustu sam­göngu­bót lands­ins?“

Bergþór segist þegar sjá glitta í einn og nefnir að nú sé orðið þannig að til að leggja megi Sundabrautina þá virðist fyrst að leggja Sæbrautina í stokk.

„Það er verk­efni sem kost­ar æv­in­týra­lega mikið og bæt­ir engu við hvað um­ferðarrýmd varðar, það verða áfram tvær ak­rein­ar í hvora átt á Sæ­braut­inni.“

Bergþór segir það alla tíð hafa verið lykilsjónarmið fulltrúa Reykjavíkurborgar að tengja ekki saman samgöngusáttmálann og lagningu Sundabrautar, með Sæbrautarstokki eða ekki.

„Sunda­braut­in hef­ur, til þessa, verið utan við sam­göngusátt­mál­ann. En nú er það skyndi­lega svo að hinn rán­dýri Sæ­braut­ar­stokk­ur er orðinn for­senda Sunda­braut­ar, svo Sunda­braut geti tengst við Sæ­braut vest­an Klepps­vík­ur.“

Bergþór segir það vera og verða vandséð hvernig þessi for­senda kom til. „Nema þá helst til að þeir sem mestu ráða í Reykja­vík geti enn tafið verk­efnið og lagt ann­an stein í götu þess. Borg­ar­stjór­inn vill ekki Sunda­braut­ina – það er orðið dag­ljóst.“

Bergþór nefnir svo að í skýrslu verk­efna­hóps á veg­um sam­gönguráðherra sem skilaði skýrslu sinni 2019 hafi hvergi komið fram að lagning Sæbrautar í stokk væri forsenda Sundabrautar.

„Því var svo rang­lega haldið fram í sam­göngusátt­mál­an­um að það hefði verið niðurstaðan að ein for­senda Sunda­braut­ar væri Sæ­braut­ar­stokk­ur­inn. Niðurstaðan er og verður að það er eng­in nauðsyn­leg teng­ing á milli verk­efn­anna tveggja, Sunda­braut­ar og Sæ­braut­ar­stokks. Fyr­ir utan hið aug­ljósa að það væri þægi­legt að geta gert allt strax, en raunheimar leyfa það ekki alltaf,“ segir Bergþór og endar grein sína á þessum orðum:

„Þeir sem raun­veru­lega vilja tryggja að Sunda­braut verði lögð skulu því gæta sín á þess­um leik borg­ar­stjóra og innviðaráðherra. Sunda­braut­in á að ganga fyr­ir þegar kem­ur að sam­göngu­bót­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“