fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Rífandi sala á rafbílum – Hækka vel í verði um áramótin

Eyjan
Föstudaginn 6. október 2023 09:00

Tesla er vinsæl tegund rafbíla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafbílar rjúka út hjá bílaumboðunum þessa dagana og má líklega rekja það til umtalsverðrar hækkunar á verði þeirra um áramótin en þá leggst virðisaukaskattur á þá.

„Þetta er alveg eins og í fyrra, kapphlaup um rafbíla fyrir áramótin, nema nú selst enn meira,“ hefur Morgunblaðið eftir Agli Jóhannssyni, forstjóra Brimborgar. Hann sagði að margir hafi lagt leið sína í umboðið því fólk vilji tryggja sér rafbíl.

Hvað varðar stöðuna á bílamarkaðnum sagði hann hana erfiða því það skorti upp á fyrirsjáanleika. Umboðin viti ekki hvort nýjar ívilnanir komi til sögunnar um áramótin og ef svo er, hvernig þær verða útfærðar.

Algengt sé að það líði um sex mánuðir frá því að bílaumboð panti bíla þar til þeir koma til landsins. Bílarnir sem eru að seljast nú hafi verið pantaðir í febrúar og mars. „Við vissum þó af þessum breytingum um áramót og gátum veðjað á þetta. Því pöntuðum við gríðarlegt magn af nýjum bílum fyrripart ársins og í fyrra,“ sagði Egill.

Hann sagði að í september hafi 89% fleiri rafbílar selst en í september á síðasta ári. Á síðustu þremur mánuðum hafi hlutdeild rafbíla í heildarsölunni verið rúmlega 70%. Í september var hún 73%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn