fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Óvænt tíðindi af dönskum ríkisfjármálum – „Fundu“ 1.000 milljarða í ríkiskassanum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. janúar 2023 07:45

Hús danska seðlabankans. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýjum tölum frá danska seðlabankanum þá var fjárhagsstaða danska ríkisins mun betri á síðasta ári en fjármálaráðuneytið hafði gert ráð fyrir. Í árslok voru 128,7 milljarðar í ríkiskassanum eða 52,4 milljörðum meira en ráð var fyrir gert en þetta svarar til um 1.000 milljarða íslenskra króna.

Þessar tölur eiga við um fjárstreymi í rekstri ríkisins.

Jótlandspósturinn hefur eftir Las Olsen, aðalhagfræðingi Danske Bank, að þetta séu mjög jákvæð tíðindi fyrir fjármál ríkisins og merki um að rekstur ríkisins standi betur að vígi en reiknað var með. Þetta sé einnig merki um styrk dansks efnahagslífs sem hafi þýtt hærri skatttekjur en reiknað var með.

Þessir aukamilljarðar hafa áhrif á skuldastöðu ríkisins sem er nú sú lægsta árum saman. Nema skuldir ríkissjóðs 11,5% af vergri þjóðarframleiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun