fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Sigmundur veltir fyrir sér hvað komi næst hjá „mest „woke“ ríkisstjórn Íslandssögunnar“

Eyjan
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 18:00

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti töluverða athygli þegar Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona, vakti athygli á því að orðið „fiskari“ sé komið inn í íslenska löggjöf í staðinn fyrir orðið „fiskimaður“.

Hafa margir furðað sig á þessari breytingu. Ólína velti fyrir sér hver stæði að baki þessari „dauðhreinsuðu“ merkingareiningu.

Mbl.is greindi svo frá því í dag að sjómenn séu ekkert sérlega sáttur með þessa breytingu.

Annar sem er ósáttur með breytinguna er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, en hann fjallaði um „fiskara“ í færslu á Facebook í gær.

„Í nýsamþykktum lögum innviðaráðherra um áhafnir skipa birtist orðskrípið „fiskari“ sem er notað í stað orðsins fiskimaður (eða sjómaður).

Ekki er víst að allir þeir stjórnarliðar sem greiddu atkvæði með lögunum hafi gert sér grein fyrir þessu frekar en mörgu öðru sem keyrt er í gegn rétt fyrir þinghlé“

Sigmundur benti á að komið hafi á daginn að lögn hafi orðið til hjá Samgöngustofu „sem liður í áframhaldandi tilraunum rétttrúnaðarreglunnar í að breyta íslensku í nýlensku að hætti Orwells“

Þetta muni vera framlag Samgöngustofu til að aðstoða ríkisstjórnina í jafnréttismálum með því að endurskíra hluti og pakka þeim í nýjar umbúðir.

Ekki er Sigmundur hrifinn af þessari breytingu en hann segir:

„Áður var það almenn vitneskja að konur væru líka menn. Sú vitneskja virðist núna vera að glatast eins og sjá má af furðuskýringum þeirra sem töldu breytinguna mikilvægt skref í jafnréttismálum.

Þarna verður þó varla látið staðar numið hjá mest „woke“ ríkisstjórn Íslandssögunnar. Hvað ætli komi næst?“

Kom Sigmundur með nokkrar tillögur að næstu breytingum sem hægt væri að ráðast í:

„Flugmaður: Flygill
Slökkviliðsmaður: Slekkir
Talsmaður: Talari
Verkamaður: Verkari
Matsmaður: Metari
Farmaður: Farari
Brotamaður: Brytill
Ferðamaður: Ferill
Þingmaður: Þingari“

En fleiri voru tillögurnar ekki því Sigmundur sá að sér og viðurkenndi að líklega væri ekki sniðugt að gefa ríkisstjórninni fleiri hugmyndir.

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, furðar sig þó á þeirri hneykslunaröldu sem fari nú yfir samfélagsmiðla vegna málsins. Í reynd komi orðið fiskari þrisvar fyrir í lögunum í staðinn fyrir orðið fiskimaður, en ekki í staðinn fyrir orðið sjómaður. Það sé því misskilningur að verið sé að hrófla við orðinu sjómaður í lögunum. Hann vekur máls á þessu í Málspjallinu á Facebook.

Þar bendir Eiríkur einnig á það að fiskari sé ekki nýyrði. Það hafi verið notað meira en orðið fiskimaður hér á öldum áður.

„Ómögulegt að halda því fram að verið sé að fremja einhver málspjöll með því að taka upp orðið fiskari í stað fiskimaður. Þar er þvert á móti verið að endurvekja gamalt orð og gamla hefð.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn